Trúnaðarmaður starfsmanna hjá Vísi hf. á Djúpavogi kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar eftir að tilkynnt var um að til standi að leggja af bolfiskvinnslu fyrirtækisins á staðnum. Hann óttast að aðgerðirnar hafi keðjuverkandi áhrif.
Náttúrustofa Austurlands sækist eftir myndum af þríhyrndum hreindýrstarfi sem sást neðan við Gunnlaugsstaði á Völlum í morgun. Sérfræðingur hjá stofunni segir fyrirbrigðið einstakt.
Vonast er til að framkvæmdum við stækkun fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði ljúki á næstu dögum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar vex um tæpan þriðjung af þeim lokun. Verkinu á að mestu að vera lokið á miðvikudag þegar von er á kolmunna.
Sveitarstjórn Djúpavogs heitir því að beita sér „af fullum krafti vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir byggðarlagið" eftir að Vísir hf. tilkynnti á föstudag að það hygðist hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Hundaeigendur á Egilsstöðum geta valdið hættu með því að láta hunda sína hlaupa lausa í nágrenni við flugbrautina. Fuglar sem fælast undan þeim fljúga fyrir flugvélar sem getur verið stórhættulegt.
Flugfélag Íslands býður í dag Austfirðingum tilboðsverð á flugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Umdæmisstjóri Flugfélagsins segir það með þessu vilja koma til móts við Austfirðinga sem þrái vorið eftir snjóþungan vetur.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigenda jarðarinnar Fannardals í Fannardal um að fella úr gildi nýtingarleyfi Fjarðabyggðar á vatni í landi Tandrastaða í Fannardal. Eigendur Fannardals hafa krafið sveitarfélagið um endurgjald fyrir vatnstökuna.
Austfirskir kennarar telja sig almennt þurfa á endurmenntun að halda. Fræðsla um rafrænt námsefni og nemendur með sérþarfir eru ofarlega á forgangslista þeirra.
Bæjarfulltrúarnir Sigrún Blöndal, Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir skipa þrjú efstu sætin á lista Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði. Listinn var samþykktur á bæjarmálafundi í gærkvöldi.
Guðmundur Þorgrímsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann skipar heiðurssætið á listanum sem Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, leiðir.
Forstjóri Smyril-Line segir veginn yfir Fjarðarheiði vera þess valdandi að fyrirtækið skoði aðra áfangastaði en Seyðisfjörð fyrir ferjuna Norrænu. Ekki sé horft á viðkomustaði utan Austfjarða.
Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis segir það erfiða tilhugsun að flytja fiskvinnslu fyrirtækisins frá Djúpavogi eftir áralanga uppbyggingu þar. Starfsfólki var tilkynnt um áform fyrirtækisins í dag þótt endanleg ákvörðun liggi ekki enn fyrir. Í hönd fer samráð við nærsamfélagið um hvernig best verði að standa að breytingunum gangi þær eftir.