Tveir sóttu um embætti sóknarprests á Egilsstöðum

egilsstadakirkjaTveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og fjórir um embætti prests. Prestarnir koma í stað séra Jóhönnu Sigmarsdóttur, núverandi sóknarprests og séra Láru G. Oddsdóttur, sóknarprests á Valþjófsstað sem láta af störfum í haust.

Lesa meira

Austurbrú: Jóna Árný framkvæmdastjóri í stað Karls Sölva

austurbru sjalfbaerni 0009 webStjórn Austurbrúar ses. og Karl S. Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa gert með sér samkomulag um starfslok. Jóna Árný Þórðardóttur hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastjóra stofnunarinnar tímabundið næstu mánuði.

Lesa meira

Lifandi leðurblaka með skipi til Reyðarfjarðar

ledurblaka mjoeyrarhofn na webLifandi leðurblaka barst til Reyðarfjarðar með skipi frá Rotterdam í gærkvöldi. Starfsmenn Eimskips í Mjóeyrarhöfn handsömuðu blökuna sem fer á Náttúrugripasafnið í Neskaupstað.

Lesa meira

57 milljóna tap hjá Fljótsdalshéraði: Ekki enn fundið lausnir við öllum heimsins áhyggjum

baejarskrifstofur egilsstodum 3Rekstrarafkoma sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á árinu 2013 var neikvæð um 57 milljónir króna þótt gert væri ráð fyrir sjö milljóna tekjuafgangi. Frávikin skýrast fyrst og fremst af breytingum í fjármagnsliðum. Bæjarfulltrúar telja starfsfólk sveitarfélagsins eiga hrós skilið fyrir að halda vel eftir áætlunum.

Lesa meira

Vísir staðfestir lokun á Djúpavogi: Skoðunarferð suður undirbúin

visir djupi mk2 webStarfsfólk Vísis á Djúpavogi fékk í dag staðfestingu á ákvörðun Vísis hf. að hætta bolfiskvinnslu á staðnum og flytja til Grindavíkur. Starfsfólki verður á næstunni boðið þangað til að skoða aðstæður og meta hvort það flytji með. Útlit er fyrir að um helmingur starfsmanna haldi vinnunni við þjónustu við fiskeldið í Berufirði.

Lesa meira

Innbrot hjá Fjarðaáli

alver alcoa april2013Brotist var inn í húsnæði Starfsmannafélags Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði í nótt. Þjófarnir höfðu á brott með sér nokkuð af dýrum búnaði.

Lesa meira

Áhrif menntunar á byggðaþróun og sjálfbærni

flugfelagsfundur 07022014 0031 webÁrsfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 14.30 – 18.30 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Í ár verður sjónum beint sérstaklega að menntamálum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.