Ég ætlaði ekki að vera með neinn æsing: Skoðanir mínar eru ekki nýtilkomnar

elvar jonsson2Til snarpra orðaskipta kom á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í gær í umræðu um ársreikning og almenningssamgöngur eftir að minnihluti Fjarðalistans lagði fram tillögu um að sveitarfélagið yrði allt eitt gjaldsvæði frá og með haustinu. Fulltrúar Fjarðalistans sögðu meirihlutann skorta pólitískan vilja og vera að þæfa málið en fulltrúar meirihlutans sögðu tillöguna kosningabragð.

Lesa meira

Stefán Bogi: Jákvætt þegar verkefni hér njóta náð fyrir augum ríkisvaldsins

stefan bogi mai2012 webFulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sátu hjá þegar fulltrúar meirihlutans samþykktu framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu og skráningu veghleðslna á Breiðdalsheið á bæjarstjórnarfundi í gær. Fulltrúum meirihlutans þykir undarlegt hvernig afstaða minnihlutans hefur snúist þegar liðið hefur á málið. Þeir fagna því að fjármunir frá ríkinu komi í framkvæmdir í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Stefán Grímur leiðir Betra Sigtún

betra sigtun frambodStefán Grímur Rafnsson, vélfræðingur, verður í oddvitasæti nýs framboðslita á Vopnafirði sem kallast Betra Sigtún. Kjarni listans er skipaður fólki á aldrinum 25-35 ára.

Lesa meira

Sigrún Blöndal: Sé eftir að hafa ekki verið fyrr á móti þessu

sigrun blondal 2013Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sátu hjá við afgreiðslu framkvæmdaáætlunar við veghleðslur á Breiðdalsheiði í gær. Þeir segjast ósáttir við tilurð, meðferð og forgangsröðun þeirra fjármuna sem forsætisráðuneytið veitti til verkefnisins.

Lesa meira

Gengið í hús á Austurlandi

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webBjörgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa um helgina gengið í hús til að ná í gögn í tengslum við landsátakið „Útkall – í þágu vísinda". Yfir eitt hundrað þúsund Íslendingar hafa fengið boð um að taka þátt í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar en átakið fer fram í samstarfi við björgunarsveitir víðsvegar um landið.

Lesa meira

Truflun frá stóriðju á suðvesturlandi olli rafmagnsleysi á Austurlandi

raflinur isadar landsnetTruflun frá stóriðju á suðvesturlandi hleypti af stað keðjuverkunum í rafkerfi landsins sem olli um tveggja tíma rafmagnsleysi víða um Austurland á mánudagskvöld. Raftæki skemmdust í spennusveiflunum. Skerða hefur þurft orku til raforkunotenda á Austurlandi að undanförnu vegna lágrar vatnsstöðu í Hálslóni.

Lesa meira

Flugslysaæfing á Vopnafirði

vopnafjordur 02052014 0004 webIsavia heldur flugslysaæfingu á Vopnafjarðarflugvelli næstkomandi laugardag. Íbúar í grennd við flugvöllinn mega búast við því að sjá reyk stíga upp frá flugvellinum þar sem kveikt verður í bílflökum til þess að líkja eftir braki úr flugvél.

Lesa meira

Fjarðalistinn stærstur: Miklar sveiflur á fylgi

fjardalisti topp5 mars14Fjarðalistinn mælist með tæplega 40% fylgi í Fjarðabyggð í skoðanakönnum sem birt var í dag. Listinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokki en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur. Töluverðar sveiflur virðast á fylgi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.