Alþingi samþykkti í morgun þingályktunartillögu sem lögð var fram af tólf þingmönnum um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusvepps og tjóns af völdum þeirra. Tillagan var lögð fram í kjölfar myglumála í húsum á Austurlandi.
Til snarpra orðaskipta kom á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í gær í umræðu um ársreikning og almenningssamgöngur eftir að minnihluti Fjarðalistans lagði fram tillögu um að sveitarfélagið yrði allt eitt gjaldsvæði frá og með haustinu. Fulltrúar Fjarðalistans sögðu meirihlutann skorta pólitískan vilja og vera að þæfa málið en fulltrúar meirihlutans sögðu tillöguna kosningabragð.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sátu hjá þegar fulltrúar meirihlutans samþykktu framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu og skráningu veghleðslna á Breiðdalsheið á bæjarstjórnarfundi í gær. Fulltrúum meirihlutans þykir undarlegt hvernig afstaða minnihlutans hefur snúist þegar liðið hefur á málið. Þeir fagna því að fjármunir frá ríkinu komi í framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Stefán Grímur Rafnsson, vélfræðingur, verður í oddvitasæti nýs framboðslita á Vopnafirði sem kallast Betra Sigtún. Kjarni listans er skipaður fólki á aldrinum 25-35 ára.
Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað verða starfssvæði landþjónustu Eykon Energy vegna fyrirhugaðrar olíuleitar og –vinnslu á Drekasvæðinu samkvæmt ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins.
Bæjarfulltrúarnir Eyjólfur Sigurðsson og Sigríður Elva Konráðsdóttir skipa efstu sætin tvö hjá K-listanum, lista félagshyggju á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sátu hjá við afgreiðslu framkvæmdaáætlunar við veghleðslur á Breiðdalsheiði í gær. Þeir segjast ósáttir við tilurð, meðferð og forgangsröðun þeirra fjármuna sem forsætisráðuneytið veitti til verkefnisins.
Ítarleg leit var gerð að þremur níu ára gömlum stelpum á Egilsstöðum í kvöld. Þær komu fram um miðnættið inni á Völlum. Leit hafði þá staðið í um einn og hálfan tíma.
Björgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa um helgina gengið í hús til að ná í gögn í tengslum við landsátakið „Útkall – í þágu vísinda". Yfir eitt hundrað þúsund Íslendingar hafa fengið boð um að taka þátt í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar en átakið fer fram í samstarfi við björgunarsveitir víðsvegar um landið.
Truflun frá stóriðju á suðvesturlandi hleypti af stað keðjuverkunum í rafkerfi landsins sem olli um tveggja tíma rafmagnsleysi víða um Austurland á mánudagskvöld. Raftæki skemmdust í spennusveiflunum. Skerða hefur þurft orku til raforkunotenda á Austurlandi að undanförnu vegna lágrar vatnsstöðu í Hálslóni.
Isavia heldur flugslysaæfingu á Vopnafjarðarflugvelli næstkomandi laugardag. Íbúar í grennd við flugvöllinn mega búast við því að sjá reyk stíga upp frá flugvellinum þar sem kveikt verður í bílflökum til þess að líkja eftir braki úr flugvél.
Fjarðalistinn mælist með tæplega 40% fylgi í Fjarðabyggð í skoðanakönnum sem birt var í dag. Listinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokki en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur. Töluverðar sveiflur virðast á fylgi.