Þrír þingmenn ekki enn skýrt fjarveru frá SSA fundi

ssa thingmenn april14 0060 webÞrír þingmenn Norðausturkjördæmis hafa ekki svarað fyrirspurn Austurfréttar um hvers vegna þeir hafi ekki sótt fund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi með forsvarsmönnum Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Breiðdalshrepps og útgerðarmönnum.

Lesa meira

Yfir tuttugu milljónir austur í framkvæmdir á ferðamannastöðum

storurd keppni 0004 webRúmlega 23 milljónum var veitt til framkvæmda við þrjár austfirskar náttúruperlur, Teigarhorn, Stórurð og Hengifoss, þegar úthlutað var úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir helgi. Styrkir voru á meðal þeirra tíu stærstu sem veittir voru en alls var úthlutað til fimmtíu verkefna að þessu sinni.

Lesa meira

Ágætur gangur í kolmunnaveiðum

neskÁgætur gangur er í kolmunnaveiðum en skipin eru flest að veiðum innan færeysku lögsögunnar þótt aflanum sé landað á Austfjörðum. Barði dró Bjart til hafnar í Neskaupstað í gærkvöldi eftir að vélarbilun kom upp í síðarnefnda skipinu.

Lesa meira

940 milljóna rekstrarhagnaður í Fjarðabyggð: Erum stolt af árangrinum

neskHraðar hefur gengið að greiða niður skuldir Fjarðabyggðar heldur en áætlað var. Uppgangstímar í atvinnulífi hafa nýst til þess og samstaða verið í bæjarstjórn um stærri atriði. Hagnaður af rekstri sveitarfélagsins nam tæpum 940 milljónum króna á síðasta ári.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.