Gamalt bæjarstæði finnst við Þingmúla
Fornleifafræðingar telja að gamalt bæjarstæði sé að koma í ljós við
bæinn Þingmúla í Skriðdal. Minjarnar komu í ljós þegar gamalt steypt
íbúðarhús við bæinn var rifið. Fornminjarnar kunna að vera allt frá
miðöldum.