Vegagerðin metur nú stöðuna eftir að aðeins eitt boð langt yfir kostnaðaráætlun barst í rannsóknarboranir fyrir væntanleg Fjarðarheiðargöng. Þrjátíu milljónir voru ætlaðar í verkið af fjárlögum í ár.
Oddviti Djúpavogshrepps kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna áforma Vísis hf. um að flytja alla vinnslu og aflaheimildir frá Djúpavogi til Grindavíkur. Stíf fundarhöld hafa verið undanfarna daga um stöðuna sem upp er komin á Djúpavogi.
Landsnet varar ferðafólk enn við hættu sem stafar af því að vera á ferð við háspennulínur á hálendinu. Þar sem ástandið er verst hefur verið gripið til þess ráðs að moka, eða ryðja frá línum og setja upp merkingar.
Ríkisstjórnin ætlar að svo komnu máli ekki að beita sér í málum sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis, sem hyggst meðal annars hætta bolfiskvinnslu á Djúpavogi í sumar. Útlit er fyrir að 25-35 starfsmenn missi vinnuna á stærsta vinnustað sveitarfélagsins. Oddviti vinstri grænna í Norðausturkjördæmi segir höggið verða af slíkri stærðargráðu að stjórnvöld hljóti að láta til sín taka.
Stjórnarformaður Austurgluggans segir Austfirðinga verða að sýna svæðismiðlum stuðning í verki vilji þau að þeir séu til staðar. Ekki gangi að fóðra miðla utan svæðis sem gegni þar takmörkuðu hlutverki og séu eins með takmarkaða útbreiðslu þar.
Ferða- og menningarmálanefnd Seyðisfjarðar telur fleiri farartálma í vegi ferðalanga með Norrænu að vetrarlagi heldur en Fjarðarheiði. Nefndin er verulega óánægð með þá ákvörðun Fjarðabyggðar að halda áfram viðræðum við útgerð ferjunnar um möguleikana á siglingum til Eskifjarðar.
Í húsnæði sem áður hýsti starfsemi í tengslum við útgerð á Stöðvarfirði eru nú saumaðar ábreiður á vírarúllur fyrir Alcoa Fjarðaáls. Tveir starfsmenn sinna verkinu að jafnaði.
Straumhvörf urðu í íslenskri skógrækt í síðustu viku þegar skógarhöggsvél af gerðinni Gremo kom til landsins með Norrænu. Sænskir kennarar fylgdu vélinni til landsins til að kenna nýjum eigendum réttu handtökin.
Björgunaraðgerðir í Reyðarfirði gengu vel í dag þegar sjóflokkar björgunarsveita á Austurlandi voru kallaðir út eftir að tilkynning barst um lekan bát í mynni Reyðarfjarðar. Um var að ræða lítinn fiskibát með einum manni um borð.
Ríflega 100 milljóna króna hagnaður var af rekstri Vopnafjarðarhrepps á síðasta ár. Handbært fé frá rekstri er jákvætt upp á tæpar 200 milljónir. Unnið er að niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins.
Nýr bátur bættist í flota Borgfirðinga þegar Fálkatindur kom til hafnar í fyrsta skipti upp úr klukkan sjö í morgun. Eigandinn Kári Borgar lýsir bátnum sem glæsilegu skipi.
Hógvær og friðsöm fréttastefna var almennt í fyrirrúmi á austfirsku svæðisblöðunum frekar en ágengni og aðhaldssemi þótt þau hafi einnig reynt að sinna því hlutverki. Ákveðið tómarúm hefur skapast í austfirskri fjölmiðlun eftir að útsendingum svæðisútvarpsins var hætt.