Leikskólakennarar við Kærabæ á Fáskrúðsfirði afar óánægðir með þá ákvörðun að sameina yfirstjórn leik- og grunnskólans á næsta skólaári. Þeir óttast að það komi niður á faglegu starfi leikskólans. Bæjaryfirvöld vilja gera tilraun í eitt ár.
Bæjarstjórnar, bæjarráð og fulltrúar hafnanna á Seyðisfirði og í Fjarðabyggð hittust á fundi á Seyðisfirði í gær til að ræða málefni ferjunnar Norrænu. Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir lítið hafa komið út úr fundinum þótt alltaf sé gott að hittast til að ræða málin.
Austfirskar björgunarsveitir höfðu í næg horn að líta seinni partinn í gær með útköllum upp á Vatnajökul og austfirskar heiðar til aðstoðar ferðamönnum. Á tímabili leit út fyrir að kalla þyrfti út björgunarsveit frá Reyðarfirði til að hjálpa ferðalöngum á Fjarðarheiði.
Stofnfé var aukið í Sparisjóði Norðfjarðar árið 2007 til að reyna að tryggja áframhaldandi vald heimamanna yfir sjóðnum. Fréttir höfðu borist af útsendurum sem buðu stofnfjáreigendum „gull og græna skóga" fyrir hlut þeirra í sjóðnum.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir það hafa verið gagnlegt að hitta forsvarsmenn Seyðisfjarðarkaupstaðar á fundi í gær til að ræða framtíð siglinga ferjunnar Norrænu. Ýmsar spurningar hafi vaknað eftir fundinn.
Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar hætti í stjórn bifreiðaverkstæðis sem sjóðurinn átti í eftir að fulltrúar meirihlutaeigenda í stjórninni neituðu að afhenda ársreikning fyrirtækisins. Sparisjóðurinn afskrifaði að lokum átta milljónir króna vegna verkstæðisins.
Rúmar 250 milljónir sem heimamenn söfnuðu í nýtt stofnfé var forsenda þess að ríkið kom að fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar. Vegna þess hversu vel gekk að safna stofnfé virðast eldri stofnfjáreigendur hafa fengið að halda eftir stærri hlut en í mörgum öðrum sparisjóðum.
Forstjóri Smyril-Line segir ekkert hæft í sögusögnum um að ákvarðanir hafi teknar um að Norræna sigli til Eskifjarðar strax næsta vetur. Ástandið á Fjarðarheiði þurfi hins vegar að hafa í huga við gerð langtímaáætlana.
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Jónsson og Sigrún Harðardóttir skipa efstu tvö sætin á framboðslista Á-lista áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, líkt og þau gerðu fyrir síðustu kosningar.
Ráðgjafar sögðu að gera yrði ráðstafanir til að verja veginn að vætanlegum jarðgöngum í Fannardal fyrir snjóflóðum. Forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir flóð ekki tíð á svæðinu en staðan verði metin í kjölfar flóðs sem féll nýverið skammt frá gangamunnanum.
Samningar hafa tekist á milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkraliða stofnunarinnar sem sinna heimahjúkrun í Neskaupstað. Þeir höfðu áður hótað að hætta störfum frá og með 1. maí nema samningar tækjust.
Sparisjóður Norðfjarðar veitti í gær 3,5 milljónum króna í samfélagsmál til nítján félaga í Fjarðabyggð. Hagnaður sjóðsins nam tæpum 52 milljónum króna á síðasta ári.