Um 40% fengust upp í kröfur í bú Malarvinnslunnar en skiptum á því lauk fyrir skemmstu. Heildarkröfur í búið voru tæpir tveir milljarðar króna.
Séra Svavar: Snjóflóðin voru einfaldlega ekki umræðuefni
Séra Svavar Stefánsson segir samfélagið í Neskaupstað á sínum tíma lítið hafa viljað ræða hinar sálrænu afleiðingar snjóflóðanna sem féllu á bæinn rétt fyrir jólin 1974. Hann tók við sókninni tveimur árum eftir áfallið og vildi reyna að græða dýpstu og ósýnilegustu sárin.
Héraðsskjalasafnið auglýsir eftir forstöðumanni: Ekki tilbúnið að sameina störfin í Safnahúsinu
Starf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga var í morgun auglýst laust til umsóknar. Stjórn safnsins telur rétt að finna sem fyrst nýjan forstöðumann til að tryggja samfellu í starfinu frekar en ráðast í hagræðingu í rekstrarstjórn í safnahúsinu.
Brynhildur verður efst hjá Bjartri framtíð
Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor. Stefán Már Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, verður efstur Austfirðinga.
Láran opin á ný: Sú gamla skipaði að byggt yrði upp aftur
Kaffi Lára – El Grillo bar, var opnuð með pompi og prakt um síðustu helgi, en unnið hefur verið að endurbyggingu þess undanfarna mánuði eftir að húsið stórskemmdist í bruna í vor. Eyþór Þórisson, veitingamaður, segir aldrei hafa komið til greina að hætta rekstrinum.
Fjarðabyggð: Við erum að borga skuldir hratt niður
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið vera á góðri leið með að borga niður skuldir sínar. Jafnvægi sé komið í reksturinn eftir niðurskurð síðustu ár.
Sigurði var vikið úr varastjórn
Sigurði Jóhannessyni var vikið úr varastjórn Stapa lífeyrissjóðs í byrjun mánaðarins. Fjármálaeftirlitið taldi hann ekki hafa uppfyllt hæfisskilyrði.
Guðbjartur: Óyggjandi að margir hafa veikst af myglu í húsum
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það óyggjandi að margir hafi veikst vegna myglusvepps í húsum. Skoða þurfi málið heildstætt, út frá tryggingu og heilbrigðiskerfinu. Hann tekur jákvætt í hugmyndir um að fá Íbúðalánasjóð til að hýsa þá sem ekki geta búið í húsum sínum sem eru skemmd.
Útskrift hjá Stóriðjuskóla Fjarðaáls: Skemmtilegur og fróðlegur tími
Tuttugu og sjö nemendur voru útskrifaðir úr grunnnámi Stóriðjuskóla Fjarðaáls fyrr í mánuðinum. Tilgangur námsins er að auka þekkingu og getu nemenda, sem allir vinna hjá Fjarðaáli, til að takast á við flókin og krefjandi störf í álveri. Stór hluti nemenda hefur þegar skráð sig í framhaldsnám Stóriðjuskólans sem hefst eftir áramót.
Páll Baldurs: Skömm íslensks samfélags er mikil eftir það sem stúlkurnar þrjár máttu þola
Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega fyrir vinnubrögð þeirra í forræðisdeilu Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur við danskan barnsföður hennar um dætur þeirra þrjár. Íslenskir dómstólar dæmdu í fyrra að málið skyldi útkljáð ytra og hún ætti að fara með stelpurnar út. Þær voru þangað færðar með lögregluvaldi í sumar og föðurnum að lokum dæmt fullt forræði.
Vék FME manni úr stjórn sem var löngu hættur?
Fjármálaeftirlitið (FME) tilkynnti í dag að það hefði einhliða vikið Sigurði Jóhannessyni úr stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Tilkynningin vekur athygli þar sem samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum hætti Sigurður í stjórninni í vor.
Steingrímur og Bjarkey efst hjá VG
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi urðu efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í vor.