27. ágúst 2025
Glöggva sig á íbúðaþörf eldri borgara í Fjarðabyggð með spurningarlista
Með haustinu munu eldri borgarar í Fjarðabyggð fá sendan spurningarlista frá sveitarfélaginu en hugmyndin er að með svörum þeirra íbúa megi fá glögga mynd af þörfinni fyrir auknu og fjölbreyttara úrvali íbúða fyrir þennan aldurshóp næstu ár og áratugi.