Gagnrýnir opinberar stofnanir fyrir stórskrýtnar tölfræðiupplýsingar
Gistiþjónustuaðili á Borgarfirði eystra átelur það sem hann segir hljóta að vera kolranga skráningu opinberra stofnana á tölfræðiupplýsingum vegna ferðaþjónustu á Austurlandi og landinu öllu. Að tæplega átta þúsund gistinætur Íslendinga séu skráðar á hótelum eða gististöðum austanlands í liðnum ágústmánuði sé lítið minna en fráleitt.