Gagnrýnir opinberar stofnanir fyrir stórskrýtnar tölfræðiupplýsingar

Gistiþjónustuaðili á Borgarfirði eystra átelur það sem hann segir hljóta að vera kolranga skráningu opinberra stofnana á tölfræðiupplýsingum vegna ferðaþjónustu á Austurlandi og landinu öllu. Að tæplega átta þúsund gistinætur Íslendinga séu skráðar á hótelum eða gististöðum austanlands í liðnum ágústmánuði sé lítið minna en fráleitt.

Lesa meira

Gunnar Viðar efstur hjá Lýðræðisflokknum

Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, skipar efsta sætið á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.

Lesa meira

Ljúka ljósleiðaravæðingu Fjarðabyggðar allrar fyrir 2027

Sveitarfélagið Fjarðabyggð ætlar að hraða uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu öllu eftir að sérstakur styrkur fékkst frá Fjarskiptasjóði fyrir skömmu. Allt sveitarfélagið ætti að hafa aðgang að slíku kerfi í árslok 2026.

Lesa meira

Áfram bætt í vöktun vegna ofanflóða á Austfjörðum

Veðurstofa Íslands og fleiri aðilar hafa undanfarna mánuði unnið að því að bæta vöktun og mögulegt viðbragð vegna ofanflóða á Austfjörðum. Ný tæki og aðgerðir eru komnar í gagnið fyrir veturinn.

Lesa meira

Gróf mynd komin á stækkað skólahús Seyðfirðinga

Grófar frumtillögur að útliti stækkaðs grunnskóla Seyðfirðinga hafa nú verið kynntar fyrir þeim nefndum og ráðum Múlaþings sem að vinnunni koma með einum eða öðrum hætti.

Lesa meira

Boðið til íbúafundar í Neskaupstað um viðbrögð við ofanflóðahættu

Fjölmargir þjónustu- og viðbragðsaðilar bjóða íbúum Neskaupstaðar og nágrennis til fundar í kvöld um nýjastu upplýsingar um viðbrögð við ofanflóðum. Þar kynnt mikil vinna sem unnin hefur verið upp á síðkastið til að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda.

Lesa meira

Sagði sig úr Flokki fólksins

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Norðausturkjördæmis, hefur sagt sig úr þingflokki Flokks fólksins.

Lesa meira

Halda áfram að efla Eyrina heilsurækt með tækjasal

Í síðustu viku var skrifað undir samninga milli Eyrarinnar heilsuræktar og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um kaup Eyrarinnar á nær öllum tækjum líkamsræktarinnar á Reyðarfirði. Nýr tækjasalur opnar í húsi stöðvarinnar um áramót. Margföldun hefur orðið á iðkendum þar síðan nýir eigendur tóku við fyrir um ári.

Lesa meira

Egilsstaðir eignast sitt fyrsta samvinnuhús

Lengi vel hefur þess verið beðið af mörgum einyrkjum að eiga athvarf á einum og sama staðnum þar sem gott aðgengi er að öllu sem til þarf auk félagsskapar ef svo ber undir. Þeirri bið lýkur í næstu viku þegar samvinnuhúsið Setrið opnar á Egilsstöðum.

Lesa meira

Theodór Ingi efstur í prófkjöri Pírata

Theodór Ingi Ólafsson, forstöðumaður, varð í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Rafrænu prófkjörinu lauk seinni partinn í dag og voru úrslit kynnt í kjölfarið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.