Óánægja eftir að N1 á Egilsstöðum hætti með rétt dagsins

Töluvert hefur borið á óánægjuröddum á Egilsstöðum vegna þeirrar ákvörðunar forsvarsmanna söluskála N1 á staðnum að hætta að bjóða upp á heimilismat í hádeginu. Ástæða þess þó einföld; salan hefur hrapað.

Lesa meira

Góðar gjafir gjörbreyta aðstöðu heilsugæslunnar á Vopnafirði

Aðstandendur allra fyrsta hjúkrunarfræðingsins sem starfaði á heilsugæslustöð Vopnafjarðar komu færandi hendi nýverið og gáfu heilsugæslunni á staðnum bæði fjölnota upplýsingaskjá og sérstakan rafdrifinn stól. Stóllinn sérstaklega mun gjörbreyta vinnuaðstöðu heilsugæslunnar.

Lesa meira

Snjóflóð við sitt hvort skíðasvæðið í dag

Fólk á skíðum utan brauta settu af stað samtals þrjú snjóflóð við skíðasvæðin tvö á Austurlandi í dag. Einstaklingi var bjargað úr því flóði sem féll við Stafdal.

Lesa meira

Jón Björn: Einhugur um að slíta samstarfinu

Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, segir samstöðu hafa ríkt innan flokksins um að slíta samstarfi hans við Fjarðalistann um meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur halda áfram um helgina að kanna forsendur fyrir nýjum meirihluta en formlegar viðræður þar um eru ekki hafnar.

Lesa meira

Formlegar meirihlutaviðræður í Fjarðabyggð hefjast síðar í vikunni

Óformlegar meirihlutaviðræður hafa staðið yfir alla helgina milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks og Fjarðalistans hins vegar. Þær viðræður standa enn yfir en miklar líkur á að formlegar viðræður hefjist síðar í vikunni.

Lesa meira

Áfram snjóflóðahætta á Austurlandi

Sökum rigninga og almennra hlýinda á Austurlandi næstu dægrin verður áfram nokkur snjóflóðahætta viðvarandi að mati Veðurstofu Íslands. Sérstaklega er hætta á votflóðum í neðri hluta hlíða.

Lesa meira

Óformlegar viðræður milli framboðanna í Fjarðabyggð

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur í dag rætt óformlega við bæði fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn sleit á fimmtudag samstarfi sínu við Fjarðalistann.

Lesa meira

Slit meirihlutasamstarfsins kom Hjördísi Helgu á óvart

Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, fulltrúi Fjarðarlistans, sem greiddi mótatkvæði það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudagskvöld sem varð kveikjan að slitum meirihlutans í Fjarðabyggð segir slitin vissulega hafa komið á óvart. Meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn hafi að langmestu leyti gengið afar vel hingað til.

Lesa meira

Sjaldæft að sjá þrumur og eldingar á þessum árstíma

Íbúar á bæði Egilsstöðum og Seyðisfirði urðu varir við þrumur og eldingar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Veðurfræðingur segir slík veðurfyrirbrigði sjaldgæf á þessum árstíma en sérstök skilyrði hafi myndast í gærkvöldi.

Lesa meira

Bjargað úr snjóflóði í Stafdal

Einni manneskju var í dag bjargað úr snjóflóði sem féll í nágrenni skíðasvæðisins í Stafdal. Viðkomandi er á leið undir læknishendur en meiðsli hans virðast ekki stórvægileg.

Lesa meira

Stefán Þór Eysteinsson: Hefur ekki áhrif á samvinnuna innan Fjarðalistans

Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, segir það hafa verið óvænt og vonbrigði þegar Framsóknarflokkurinn sleit meirihluta samstarfi flokkanna í gærkvöldi. Hann segir samvinnuna innan Fjarðalistans enn góða þótt hann hafi klofnað í atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn á þriðjudag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.