08. febrúar 2023
112 Dagurinn á Egilsstöðum
Laugardagurinn næstkomandi, þann 11. febrúar er 112 dagurinn sem haldinn er hvert ár til að minna á neyðarnúmer landsmanna. Dagsetningin 11.2 minnir á neyðarnúmerið 112. Á laugardaginn milli 14:00-16:00 verður dagskrá á björgunarsveitarplaninu á Egilsstöðum þar sem viðbragðsaðilar kynna starfsemi sína.