20. febrúar 2023
Jón Björn Hákonarson lætur af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar
Í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar segir að Jón Björn Hákonarson muni láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar eftir að hafa gegnt starfinu í rúm 2 ár. Jón er einnig oddviti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð en flokkurinn myndar meirihluta í bæjarstjórn ásamt Fjarðalistanum.