13. febrúar 2023
Eldri borgarar lýsa bættri heilsu gegnum heilsueflingu í Fjarðabyggð
Hvorki fleiri né færri en 93 prósent þeirra sem þátt hafa tekið í sérstöku heilsueflingarverkefni í Fjarðabyggð síðan snemma í haust telja sig finna fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan sinni. 79 prósent lýsa jákvæðum áhrifum á andlega þáttinn.