Fréttir
Marka nýtt upphaf Vasks með jólamarkaði á laugardaginn
„Sút og sorg kemur engum úr sporunum þannig að við höfum horft fram á veginn allar götur frá því að eldsvoðinn varð og nú sést til lands á ný,“ segir Guðjón Sigmundsson, sem ásamt fjölskyldu sinni, hefur rekið verslunina og þvottahúsið Vask á Egilsstöðum um langa hríð en allt gjöreyðilagðist það í miklum eldsvoða í lok september.