21. mars 2022
Styrkja leigumarkað á landsbyggðinni með Brák
„Þarna er verið að styrkja íbúða- og leigumarkað á landsbyggðinni sérstaklega með því að koma öllum eignum inn í eitt, stórt félag í staðinn fyrir nokkur lítil,“ segir Snorri Styrkársson, stjórnarmaður í nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun sem fengið hefur heitið Brák hses.