23. apríl 2025
Múlaþing hyggst ræða við yfirvöld vegna lokunar útibús Landsbanka á Seyðisfirði
Byggðaráð hefur falið sveitarstjóra Múlaþings að ræða við bankastjóra Landsbankans sem og fjármálaráðuneytið til að freista þess að fá Landsbankann til að skipta um skoðun varðandi lokun útibús þessa banka allra landsmanna á Seyðisfirði.