Fréttir
Mun betri afkoma Fjarðabyggðar en ráð var gert fyrir
Rekstrartekjur samstæðureiknings Fjarðabyggðar, A og B hluta, á síðasta ári hækkuðu um 4,6% meðan rekstrargjöldin hækkuðu aðeins um 1,6%. Rekstur sveitarfélagsins fer því batnandi og er nokkuð betri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2024 þrátt fyrir loðnubrest á því herrans ári.