„Börnin eru alveg dolfallin“

„Pétur og úlfurinn er sígilt verk sem Bessi Bjarnason gerði ódauðlegt fyrir okkur öll á sínum tíma,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðukona Menningarstofu Fjarðabyggðar, en kvintettinn NA5 flytur verkið í Fellabæ og á Breiðdalsvík á laugardaginn.

Lesa meira

Allir þurfa að berjast við skrímslið undir rúminu

Námskeiðið miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að sjá tækifærin og framkvæma hugmyndir. Ég mun fara yfir mína reynslu, hvað hefur virkað fyrir mig og hvað ég er að læra og tileinka mér á hverjum degi,“ segir tónlistamaðurinn Jón Hilmar Kárason verður með spennandi námskeið fyrir nemendur í grunn- og tónlistarskólum Austurlands í haust í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands og Hljóðfærahúsið.

Lesa meira

„Það vantar alltaf blóð“

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á heilsugæslunni Egilsstöðum í dag og á heilsugæslu Alcoa Fjarðaáls seinnipartinn á morgun. Hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum vill hvetja íbúa til þess að koma og gefa blóð.

Lesa meira

Vegagerð hafin í Skriðdal

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan veg fyrir botni Skriðdals. Héraðsverk er aðalverktaki við verkið sem á að vera klárt næsta haust.

Lesa meira

Sigið minnkar í Berufirði

Heldur hefur hægst á siginu í nýja veginum yfir Berufjörð að undanförnu þótt það sé ekki hætt. Sýni hafa verið tekin úr botninum undir landfyllingunni til að greina jarðlög.

Lesa meira

Jakkafatajóga á Egilsstöðum

„Jakkafatajóga eru jógatímar sem eru sérsniðnir að fólki á vinnutíma. Við mætum á staðinn á fyrirfram ákveðnum tíma í samráði við stjórnendur. Leiðum stuttan og hnitmiðaðan jógatíma sem tekur aðeins 20 mínútur þannig að nú er engin afsökun að segjast ekki hafa tíma fyrir heilsuræktina þegar hún mætir til þín á þennan hátt,“ segir Eygló Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Jakkafatajóga sem hefur starfsemi á Egilsstöðum í október.

Lesa meira

Umfjöllun um Austurland í skötulíki í útvarpi og sjónvarpi allra landsmanna

„Öflug fréttaþjónusta eykur vitund íbúanna um landshlutann sinn, gæði hans, drifkraft, þróun og öflugt mannlíf auk þess sem það vekur alla landsmenn til vitundar um tilveru hans og hlutverk í samfélaginu öllu,“ segir Jóney Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, en sambandið skorar á RÚV að tryggja öfluga fréttamiðlun landshlutans í samræmi við markmið byggðaáætlunar

Lesa meira

Hyggjast beina viðskiptum frá VÍS

Sveitarfélagið Fjarðabyggð mun ekki framlengja samninga sína við Vátryggingafélag Íslands í mótmælaskyni við ákvörðun fyrirtækisins að loka skrifstofu sinni á Reyðarfirði.

Lesa meira

Mótmæla naumum hlut Austurlands á samgönguáætlun

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi skorar á samgönguráðherra að hafa samráð við landshlutasamtök áður en endanleg drög að samgönguáætlun verða lögð fram. Ekki verður byrjað á Fjarðarheiðargöngum næstu tíu árin miðað við fyrstu drög.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.