Steinar Ingi leiðir Héraðslistann

Steinar Ingi Þorsteinsson, knattspyrnuþjálfari og framkvæmdastjóri og Kristjana Sigurðardóttir, verkefnastjóri, skipa framboðslista Héraðslista, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Lesa meira

Anna oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra

Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Sjálfstæðisflokks og óháðra á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs sem setið hefur fyrir hönd Á-lista, er í öðru sætinu.

Lesa meira

Tanni Travel býður öllum í gamaldags rútuferð

„Við erum að bjóða öllum sem vilja í sunnudagsbíltúr þann 6. maí næstkomandi. Dagurinn verður innblásinn af gömlu góðu rútuferðastemmingunni þar sem maður er manns gaman,“ segir Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Tanna Travel sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár.

Lesa meira

Hildur leiðir Seyðisfjarðarlistann

Hildur Þórisdóttir, verslunareigandi og varabæjarfulltrúi, leiðir Seyðisfjarðarlistann, framboðslista félagshyggjufólks á Seyðisfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Lesa meira

„Það eru ótal góðar ástæður fyrir því að geyma bílinn heima"

„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að leggja línurnar fyrir árið 2018 í stýrihópnum um heilsueflandi samfélag,“ segir Eva Jónudóttir, þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar, um bíllausa viku, sem hófst á Seyðisfirði í gær."

Lesa meira

Er Andrés Skúlason hættur?

Óvíst er hvort Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, gefur kost á sér á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn. Andrés hefur farið fyrir sveitarstjórninni frá árinu 2002.

Lesa meira

„Á ég að fara út og eiga ekki neitt?“

Íbúðareigandi á Stöðvarfirði segir sinnuleysi Íbúðalánasjóðs gagnvart viðhaldi hafa valdið það miklum skemmdum á íbúðinni að hún sé óíbúðarhæf. Eigandinn sér fram á að þurfa að skilja við skuldlausa íbúðina án þess að fá neitt fyrir hana.

Lesa meira

Ormsteiti í síðasta sinn í sumar?

Til stendur að hvíla héraðshátíðina Ormsteiti á Fljótsdalshéraði í óákveðinn tíma og taka upp nýtt fyrirkomulag eftir þetta ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar dvínandi áhuga á undanförnum árum.

Lesa meira

Kurr yfir samfloti með óháðum

Kurr er meðal Sjálfstæðisfólks á Fljótsdalshéraði yfir framboði í sveitarfélaginu í slagtogi með óháðum. Óánægðir fundargestir gengu á dyr eftir að listinn var samþykktur á fulltrúaráðsfundi á fimmtudag.

Lesa meira

Vonast til að Öxi opnist um hádegið

Von er á að vegurinn yfir Öxi opni upp úr hádegi en honum var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta. Leysingar eru eystra enda hlýtt í veðri og nokkuð vott.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.