Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fól í dag bæjarráði Fjarðabyggðar að ganga til viðræðna við Pál Björgvin Guðmundsson, útibússtjóra Íslandsbanka á Reyðarfirði, um að verða næsti bæjarstjóri sveitarfélagsin. Öllum umsækjendunum átján var hafnað.
Kristín Lilja Eyglóardóttir hefur verið ráðin í stöðu læknis við
heilsugæsluna í Fjarðabyggð, með aðsetur á Eskifirði. Ráðningin nær að
minnsta kosti til loka febrúar á næsta ári.
Góð veiði hefur verið í Jökulsá á Dal og vatnasvæði hennar það sem af er sumri. Veiðst hafa milli 10 og 20 laxar einnig hafa árnar gefið um 100 silunga það sem af er og veiðin er vaxandi.
Fornleifafræðingar telja að gamalt bæjarstæði sé að koma í ljós við
bæinn Þingmúla í Skriðdal. Minjarnar komu í ljós þegar gamalt steypt
íbúðarhús við bæinn var rifið. Fornminjarnar kunna að vera allt frá
miðöldum.
Spænskur ferðamaður hringdi til heimalands síns eftir hjálp því hann
taldi sig týndan í Seyðisfirði um seinustu helgi. Hann hafði þá afþakkað
aðstoð nærstaddra ferðalanga.
Tuttuguogþrír sóttu um stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggð sem auglýst var í
lok júní en umsóknarfrestur rann út fyrir tíu dögum. Fimm drógu umsókn
sína til baka. Tveir fyrrum bæjarstjórar, einn fyrrum þingmaður og fimm
heimamenn eru meðal umsækjenda. Aðeins tvær konur sækja um stöðuna.
Tíu manns sóttu um starf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi, en umsóknarfrestur rann út í seinustu viku. Meðal
umsækjenda eru núverandi formaður sambandsins og tveir fyrrum þingmenn.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur aflétt hömlum af neyslu vatns á Eskifirði. Íbúar þurfa því ekki lengur að sjóða drykkjarvatn eins og þeir hafa þurft undanfarna tíu daga eftir að mengun komst út í kerfið.
Íbúar á Eskifirði hafa þurft að sjóða neysluvatn í tæpa viku og þurfa að
halda því áfram fram yfir helgi. Sýni sem tekin hafa verið úr vatninu
sýna að kólígerlum hefur fækkað. Þeir komust í vatnið eftir mengunarslys
í löndunarhúsi fiskimjölsverksmiðju Eskju.