Varð að hætta í vinnunni vegna dagvistunarleysis

„Við komum Esjari syni okkar hvergi að. Ég fór í 40% vinnu sem ég gat svo ekki sinnt vegna barnsins, þannig að maðurinn minn réði sig í þrjár vinnur til þess að vega upp mitt tekjutap. Þar af leiðandi er hann allt að 12 tíma fjarri heimilinu á dag og hittir son sinn rétt áður en hann fer að sofa á kvöldin,“ segir Linda Sæberg, íbúi á Egilsstöðum um úrræðaleysi í dagvistunarmálum í bænum.

Lesa meira

Fjórar fjölskyldur á flótta á leið til Fjarðabyggðar

Fjórar flóttamannafjölskyldur eru væntanlegar til Fjarðabyggðar um miðjan næsta mánuð. Félagsmálastjóri segir samfélagið vel í stakk búið að taka á móti fólkinu og spennt fyrir að kynnast því.

Lesa meira

Tæplega 200 kindum smalað eftir áramót

Hátt í tvö hundruð kindum hefur verið smalað saman í Fljótsdalshreppi það sem af er þessu ári. Fjallskilastjóri segir að breyta verði skipulagi á fjallskilum þegar fjáreigendur sinna ekki ákalli um að koma fé sínu heim.

Lesa meira

Heppinn að fara ekki lengra en á minnisvarðann

Einn meiddist lítillega þegar bifreið með fjóra innanborðs skautaði út úr beygjunni við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær. Bifreiðin endaði á minnisvarðanum sem þar stendur og geta farþegarnir prísað sig sæla með að hafa hafnað þar.

Lesa meira

Tveir hættulegustu vegkaflar landsins á Austurlandi

Suðurfjarðarvegur milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur og vegurinn frá Fellabæ að gatnamótunum við Úlfsstaði á Völlum eru þeir kaflar í íslenska vegakerfinu þar sem flest alvarleg slys verða miðað við umferðarþunga. Sérfræðingur í umferðaröryggi segir ástand austfirska vegakerfisins slæmt.

Lesa meira

„Notó vonandi kominn til að vera“

Nytjamarkaðurinn Notó á Djúpavogi er starfræktur til styrktar barna- og unglingastarfi Djúpavogshrepps. Markaðurinn er nýr af nálinni en hefur farið mjög vel af stað.

Lesa meira

Hefði viljað greiða meira til samfélagsins

Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði er sá útvegsmaður sem borgar lægst veiðigjöld á landinu fiskveiðiárið 2016-2017. Síldarvinnslan í næsta firði greiðir mest austfirskra útgerða og þriðju hæstu gjöldin á landsvísu.

Lesa meira

Vatnið í Neskaupstað í lagi

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupsstað. Talið er að yfirborðsvatn hafi borist í vatnsból í Fannardal í miklum rigningum á föstudag.

Lesa meira

Mikilvægt að stíga út fyrir landamörkin

„Þetta er ótrúlega spennandi, ég vissi alveg að þetta væri það, en ekki svona,“ segir Berglind Häsler, ferðaþjónustubóndi í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði. Havarí er eitt tíu fyrirtækja sem tekur þátt í Startup Tourism í ár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar