11. febrúar 2025
Meira umfang tjóns á Stöðvarfirði að koma í ljós
Starfsmenn áhaldahúss Stöðvarfjarðar með góðri hjálp annarra starfsmanna Fjarðabyggðar hafa síðustu fjóra sólarhringa unnið linnulítið að hreinsun þorpsins eftir óveðrið í síðustu viku og nú sér nokkuð fyrir endann á því verkefni að sögn verkstjóra. Umfang tjóns er þó líkast til meira en fyrst var haldið.