19. febrúar 2025
Sjúklingar og almennir farþegar óttaslegnir við lendingu á Reykjavíkurflugvelli
Flugstjóri áætlunarvélar Icelandair sem lenti á þeirri einu flugbraut sem opin er á Reykjavíkurflugvelli taldi fulla ástæðu til að ítreka fyrir farþega að kynna sér öryggisútganga vélarinnar og önnur mikilvæg öryggisatriði skömmu fyrir mjög vandasama lendingu í gærkvöldi. Farþegar voru eðli máls samkvæmt óttaslegnir. Ókyrrðin um borð í sjúkraflugvél sem lenti skömmu síðar vakti meira að segja sjúklinginn sjálfan upp úr móki þrátt fyrir að vera á sterkum morfínlyfjum.