Tugmilljóna tjón á austfirskum vegum í óveðrunum

Tug milljóna tjón varð á vegum á Austurlandi í óveðrunum sem gengu yfir fjórðunginn á milli jóla og nýárs. Skemmdir urðu víða, mest af völdum vatns og ágangs sjávar. Ekki er enn búið að meta skemmdirnar til fulls.

Lesa meira

Páll Björgvin: Björgunarsveitirnar okkar eru ótrúlegar

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segist þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og fjölda sjálfboðaliða sem komið hafi að björgunaraðgerðum um allt sveitarfélagið í ofsaveðrum síðustu daga. Hann segir íbúa þakkláta fyrir að veðrið sé gengið yfir.

Lesa meira

Síldarvinnslan hugar að næsta nýja skipi

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur hafið undirbúning að endurnýjun bolfiskskipa fyrirtækisins. Eins stendur til að auka afköst landvinnslunnar verulega.

Lesa meira

Flugferðum austur á ekki að fækka með nýjum vélum

Forstjóri Flugfélags Íslands býst við að félagið haldi að mestu óbreyttri áætlun á flugferðum milli Reykjavíkur og Egilsstaða þótt fyrirtækið taki á næstunni í notkun nýjar og stærri vélar.

Lesa meira

Allsherjar hreingerning bíður á Breiðdalsvík – Myndir

Íbúi á Breiðdalsvík segir mikið hreinsunarstarf bíða heimamanna eftir óveðrið þegar lægir. Klæðning fór af um kílómeters kafla af Hringveginum þar í nótt og klæðning fauk af stafni á gömlu félagsheimili.

Lesa meira

Fulltrúar Viðlagatryggingar koma austur

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands taka á móti tilkynningum um tjón í óveðrunum á milli jóla og nýárs í Fjarðabyggð á morgun.

Lesa meira

Björgólfur, Hjörleifur og Steinunn meðal fálkaorðuhafa

Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Austfjarða í áraraðir, var meðal þeirra ellefu sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag. Fyrrum forstjóri Síldarvinnslunnar og fyrrum forstöðumaður Minjasafns Austurlands voru einnig í hópnum.

Lesa meira

Tekið til eftir storminn á Eskifirði – Myndir

Mikið tjón varð á Eskifirði í morgun þegar ein alversta lægð sem Austfirðingar hafa kynnst gekk yfir svæðið. Eftir hádegi var unnið að því að taka til og lappa upp á það sem hægt var eftir storminn.

Lesa meira

Rafmagn er komið á aftur í Neskaupstað

Í hádeginu tókst að spennusetja Neskaupsstaðarlínu 1, milli Eskifjaðrar og Neskaupstaðar, að nýju en hún sló út á níunda tímanum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.