Þingmaður Bjartar framtíðar telur að Reykjavíkurborg geti ekki rekið sig á hagkvæman hátt nema með þéttingu byggðar þar sem flugvöllurinn er staðsettur í dag. Þingmaður Norðausturkjördæmis segir mikið líf í kringum völlinn.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skorar á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína um að stytta opnunartíma útibúsins á Seyðisfirði og fækka starfsfólki. Þar með sé illa komið fram við fólk sem sé að nálgast eftirlaunaaldur..
Öllu flugi til og frá Egilsstöðum hefur verið aflýst annan daginn í röð vegna óveðurs- og ókyrrðarspár. Fjallvegir eru ófærir og skólahaldi aflýst í Brúarásskóla.
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, hafnar því að hann sé vanhæfur í umræðum um málefni Egilsbúðar þótt hann tengist öðrum rekstraraðilum í bænum fjölskylduböndum.
Sjávarútvegur og stóriðja standa undir tæpum helmingi af framleiðslu Austurlands. Fólki hefur ekki fjölgað til jafns við hagvöxt á svæðinu. Framleiðsla á mann er sú næst mesta á landsvísu.
Íbúar á Seyðisfirði safna nú undirskriftum þar sem skorað er á Landsbankann að endurskoða ákvörðun um að skerða þjónustu sína á staðnum með að stytta opnunartíma, flytja útibúið og fækka starfsmönnum.
Leigumarkaðurinn í Fjarðabyggð hefur ekki verið auðveldur viðureignar síðustu misseri en tilfinnanlega vantar eignir á skrá þrátt fyrir að þær séu til staðar í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segir að málin þyrftu að vinnast hraðar hjá Íbúðalánasjóði. Fjöldi eigna frá sjóðnum er á leið á markaðinn þessa daga.
Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir samkeppnissjónarmið meðal þess sem hafa þurfi í huga þegar framtíð rekstrar Egilsbúðar í Neskaupstað verður ákveðin. Rekstrarumhverfið hafi breyst umtalsvert á síðustu árum.
Íslenskur vinnumarkaður er enn mun kynjaskiptari heldur en gerist annar staðar á Norðurlöndunum. Verulegur halli er enn í stjórnunarstöðum þar sem karlar eru fjlömennari.
Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað í bókum lögreglunnar eftir að skráningu þeirra var breytt. Það skilar líka betri árangri að mati yfirlögfræðings hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.