Airbnb á Austurlandi: 32 íbúðir eða hús til leigu í þéttbýli

airbnb22Airbnb er vefsíða sem gerir fólki kleift að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna í skemmri eða lengri tíma. Síðan nýtur síaukinna vinsælda á meðal Íslendinga sem sjá tækifæri í að leigja húsnæði sitt út tímabundið á meðan þeir fara sjálfir að ferðast eða fjárfesta í íbúðum til þess eins að leigja þær út.

Lesa meira

Heitavatnslaust á Egilsstöðum í dag

egilsstadir 03072013 0001 webLokað verður fyrir heita vatnið á veitusvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella austan Lagarfljóts eftir hádegi í dag og fram á kvöld vegna tengivinnu við stofnlögn.

Lesa meira

Sögulegur bæjarstjórnarfundur

baejarstjorn fjardabyggdar 2014-2018Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, munu konur skipa hvert sæti á næsta fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar - sem fram fer i dag.

Lesa meira

Greiðslukerfi lá niðri: Raðir mynduðust við hraðbanka

11880070 10153024775436497 1754722280 n
Bilun kom upp fyrr í dag í greiðslukerfi fyrirtækisins Verifone, sem áður hét Point. Bilunin hafði þær afleiðingar að fjölmargar verslanir og fyrirtæki gátu ekki tekið við greiðslu með greiðslukortum. Biðraðir hafa myndast við hraðbanka víða um land af þessum sökum.

Lesa meira

Nýr kjarasamningur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktur með yfirburðum

Kjarasamningur Fjardaal 2015 undirritaðirAtkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum. Á kjörskrá voru 393 starfsmenn og samþykktu 90% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn, en hann gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 að telja. Alls greiddu 180 starfsmenn atkvæði eða 45,8%.

Lesa meira

Innflutningsbann Rússa hefur áhrif á gríðarlega mörg störf á Austfjörðum

jens gardar stfj mai14Erfitt er að meta áhrif innflutningsbanns Rússa á íslenskan fisk á Austurland en sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu hafa átt í miklum viðskiptum við Rússa. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir bannið koma harðar niður á Íslendingum en flestum öðrum þjóðum og ekki sé hlaupið að því að finna aðra markaði.

Lesa meira

LungA-skólinn undirbýr sinn annan starfsvetur: Enn opið fyrir umsóknir

lunga 2014 0261 webLungA-skólinn á Seyðisfirði hefur göngu sína á ný í september, en skólinn hefur starfað í einn heilan vetur. Námsfyrirkomulaginu svipar til norrænna lýðháskóla og er boðið upp á 12 vikna námskeið, bæði á haustönn og vorönn. Austurfrétt heyrði í Jonatan Spejlborg, einum aðstandenda skólans og spurði hann út í veturinn framundan.

Lesa meira

Seldi bíl úr landi sem hann átti ekki

heradsdomur austurlands hamar 0010 webKarlmaður á sextugsaldri var nýverið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Austurlands fyrir fjárdrátt. Hann seldi bifreið úr landi sem var í eigu fjármögnunarfyrirtækis.

Lesa meira

Fiskeldi og ylrækt við hlið sundlauga?

sporisandinnReyðfirðingurinn Aron Leví Beck vinnur þessa dagana að rannsókn, þar sem forsendur fyrir því að starfrækja svokallað sameldi (e. aquaphonics) við hlið sundlauga á Íslandi eru kannaðar. Aron Leví er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann leysti af hjá hitaveitunni í Fjarðabyggð síðastliðið sumar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.