Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Teknir eru tekjuhæstu einstaklingar hvers sveitarfélags auk nokkurra áberandi einstaklinga úr samfélaginu til að sýna betri þverskurð á samsetningu samfélaganna.
Skemmtiferðaskipið Costa Fortuna kom til Seyðisfjarðar síðastliðinn sunnudag með tæplega 3000 farþega. Þetta er í annað sinn í sumar sem þetta gríðarstóra skip leggst við bryggju á Seyðisfirði, en aldrei hafa fleiri farþegar komið með skemmtiferðaskipi til Seyðisfjarðar í einni ferð. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir ekkert vandamál að taka á móti þessum fjölda farþega.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið útgerð til að greiða sjómanni á smábát 4,4 milljónir auk dráttarvaxta í vangoldin laun og fyrir ólögmæta uppsögn. Með dóminum er meðal annars staðfest að tiltekinn kjarasamningur bindur atvinnurekendur í tiltekinni grein eða starfssvæði óháð aðild að kjarasamningsgerð.
Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Teknir eru tekjuhæstu einstaklingar hvers sveitarfélags auk nokkurra áberandi einstaklinga úr samfélaginu til að sýna betri þverskurð á samsetningu samfélaganna.
Póstur hefur ekki verið borinn út á Seyðisfirði síðan á þriðjudag vegna veikinda bréfbera. Svæðisstjóri Íslandspósts segir Seyðfirðinga sýna aðstæðum skilning og taka þeim af stillingu.
Eskja hf. á Eskifirði hefur sótt um nýtt athafnasvæði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu neðan við núverandi fiskimjölsverksmiðju. Nota á tækifærið meðfram gerð Norðfjarðarganga til að byggja svæðið upp þótt ekki sé ákveðið hvað verði byggt þar upp.
Vegagerðin áætlar að um 5700 manns hafi heimsótt Borgarfjörð eystri í síðustu viku í tengslum við tónlistarhátíðina Bræðsluna. Það er nokkru færri en undanfarin ár.
Þrír af fyrrum eigendum útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði eru á meðal þeirra tuttugu sem greiða hæstu opinberu gjöldin samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga.
Nýr kjarasamningur var undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli þann 17. júlí. Samningurinn er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls og gildir hann til fimm ára. Enn eiga þó starfsmenn Fjarðaáls eftir að greiða atkvæði um samninginn.