Augnlæknir væntanlegur í Fjarðabyggð

hsa logo 2014Augnlæknaþjónusta mun verða í boði í Fjarðabyggð í kringum mánaðarmótin september-október. Þetta verður í fyrsta sinn í meira en ár sem augnlæknaþjónusta verður í boði í sveitarfélaginu.

Lesa meira

701 Hotels semja um kaup á Hallormsstaðarskóla

hallormsstadarskoli mai13Samkvæmt Þráni Lárussyni, stjórnarformanni 701 Hotels ehf., hefur fyrirtækið undirritað samkomulag við Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp um kaup á byggingum Hallormsstaðarskóla. Samkvæmt Þráni er ætlunin sú að nýta skólabyggingarnar til þess að stækka Hótel Hallormsstað og áætlar fyrirtækið að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir á húsnæðinu strax í vetur.

Lesa meira

Elsta hús Neskaupstaðar flutt á nýjan stað

gamla ludvikshusidEigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta sveitarfélaginu lóð að Þiljuvöllum í Neskaupstað með það fyrir augum að flytja þangað Gamla Lúðvíkshúsið.

Lesa meira

Alelda bíll á Reyðarfirði

alelda bill a reydarfirdi10Eldur kom upp í bíl á Reyðarfirði í morgun og varð hann fljótlega alelda. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn og hefur eldurinn nú verið slökktur. Engin slys urðu á fólki.

Bíllinn var sem staðsettur í miðju íbúðahverfi en veðrið var stillt þannig að aldrei varð hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús.

Um er að ræða eldri vinnubíl af gerðinni Citroën Berlingo og talið er að kviknað hafi í út frá bensíni. Allir voru komnir út úr bílnum áður en eldurinn kom upp.

Ljósmyndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson. 

alelda bill a reydarfirdi1alelda bill a reydarfirdi10

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Starf ríkisins á Borgarfirði laust til umsóknar

borgarfjordur eystriÞað er ekki á hverjum degi sem að auglýst er starf á vegum ríkisins á Borgarfirði eystri. Nú er það hins vegar reyndin, en Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsti nýverið eftir hjúkrunarfræðingi eða sjúkraliða í 40% starf á Borgarfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.