Augnlæknir væntanlegur í Fjarðabyggð
Augnlæknaþjónusta mun verða í boði í Fjarðabyggð í kringum mánaðarmótin september-október. Þetta verður í fyrsta sinn í meira en ár sem augnlæknaþjónusta verður í boði í sveitarfélaginu.701 Hotels semja um kaup á Hallormsstaðarskóla
Samkvæmt Þráni Lárussyni, stjórnarformanni 701 Hotels ehf., hefur fyrirtækið undirritað samkomulag við Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp um kaup á byggingum Hallormsstaðarskóla. Samkvæmt Þráni er ætlunin sú að nýta skólabyggingarnar til þess að stækka Hótel Hallormsstað og áætlar fyrirtækið að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir á húsnæðinu strax í vetur.Mikill áhugi á áframvinnslu áls á Austurlandi
Austurbrú stóð fyrir málstofunni „Áframvinnsla á áli, möguleikar og tækifæri" í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði síðastliðinn fimmtudag.Stóriðjuskóli Fjarðaáls eitt af stærstu fræðsluverkefnum Austurbrúar
Stóriðjuskóli Fjarðaáls er farinn af stað eftir sumarfrí og fer kennsla fram í starfsstöð Austurbrúar í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.Elsta hús Neskaupstaðar flutt á nýjan stað
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta sveitarfélaginu lóð að Þiljuvöllum í Neskaupstað með það fyrir augum að flytja þangað Gamla Lúðvíkshúsið.Vigdís segist hafa mismælt sig er hún sagði að Norræna fái kannski annan ferjustað
Umræðuþátturinn Stjórnarráðið var á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson, alþingismenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fara með þáttarstjórn og gestur þeirra í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins.Alelda bíll á Reyðarfirði
Eldur kom upp í bíl á Reyðarfirði í morgun og varð hann fljótlega alelda. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn og hefur eldurinn nú verið slökktur. Engin slys urðu á fólki.Bíllinn var sem staðsettur í miðju íbúðahverfi en veðrið var stillt þannig að aldrei varð hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús.
Um er að ræða eldri vinnubíl af gerðinni Citroën Berlingo og talið er að kviknað hafi í út frá bensíni. Allir voru komnir út úr bílnum áður en eldurinn kom upp.
Ljósmyndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson.