Hvorki líffræðingar né grenjaskyttur kannast við óvenjulegan refadauða á Austurlandi. Þótt afföll kunni að vera á stofninum annars staðar sjást þess engin merki eystra.
Þorvaldi Jóhannssyni, fyrrum bæjarstjóra á Seyðisfirði og framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, þykir það miður að ekki hafi verið unnið áfram með hugmynd um sameiningu Austurlands í eitt sveitarfélag.
Við setningu 120 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar í gærkvöldi sameinuðust gestir í bæn eftir alvarlegt bílslys í firðinum í vikunni þar sem ung stúlka lést og önnur slasaðist alvarlega. Forseti bæjarstjórnar notaði ávarp sitt til að þakka viðbragðsaðilum fyrir vinnu þeirra.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps undirbýr breytingu á aðalskipulagi hreppsins með nýrri veglínu um Berufjarðarbotn þannig að hægt verði að ráðast ráðast í veglagningu þar. Hún treystir því að landeigendur fyrir botni fjarðarins séu nú orðnir sáttir um eina veglínu yfir fjörðinn. Deilur hafa staðið um veglagninguna árum saman.
Kalt vor hefur gert það að verkum að vorverk sauðfjárbænda eru mun seinna á ferðinni en ella. Féð hefur verið lengur heima á túnum sem aftur seinkar heyskap.
Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistandssýningu sína „Pétur Jóhann: Óheflaður“ á Seyðisfirði í kvöld. Hann hyggst láta hluta miðaverðs sýningarinnar renna til Lionsklúbbsins á Seyðisfirði, sem safnar fyrir hjartahnoðtæki.
Horft var eftir laumufarþega þegar Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í morgun en enginn slíkur fannst. Ferjan var annars sneisafull af farþegum og fragt.
Tæplega þrjátíu manns mættu á íbúafund um skipulagsmál á Djúpavogi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar voru kynnt þau þemu sem hafa verið höfð að leiðarljósi við gerð nýs deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi og íbúum var gefinn kostur á að taka þátt í hugmyndastarfinu með því að greina veikleika, styrkleika og tækifæri á hverju svæði í miðbænum.
Áætlaður ábati af nýjum flugvelli í Hvassahrauni byggist nær eingöngu á íbúum höfuðborgarsvæðisins sem nýta sér millilandaflug. Farþegar í innanlandsflugi tapa á nýjum velli.
Bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði vonast til að líf færist í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum þegar fyrsta frisbígolfvellinum á Austurlandi verður komið það upp. Ekki eru þó allir sammála um þá framkvæmd enda garðurinn skilgreindur sem skrúðgarður í gildandi skipulagi.
Tekið var á móti Hoffellinu á Fáskrúðsfirði með köku í gærmorgun þegar það kom að landi með 1.360 tonn af kolmunna. Þar með er heildaraflaverðmæti skipsins, sem keypt var síðasta sumar, komið yfir 1,5 milljarð króna.