Snjóflóðavarnir boðnar út fljótlega

nesk.jpgRíkisstjórn Íslands hefur samþykkt 350 milljóna króna fjárveitingu úr Ofanflóðasjóði til að byggja upp snjóflóðavarnagarða ofan við Neskaupstað. Verkið á bjóða út strax.

 

Lesa meira

Þorsteinn í Eskju: Við fréttum um mengunarslysið frá Heilbrigðiseftirlitinu

eskifjordur_eskja.jpgÞorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki vitað um mengunarslys í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækinsins fyrr en þeir fengu tilkynnningu um það frá yfirvöldum. Verktaki sá um löndunina. Eskja hefur tekið á sig kostnað vegna aðgerða sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í sumar.

 

Lesa meira

Ráðherra bjartsýnn á olíuvinnslu á Drekasvæðinu

althingi_roskva.jpgKatrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segist bjartsýn á að olíuvinnsla Íslendinga á Drekasvæðinu verði að veruleika. Annað útboð olíuleitar á Drekasvæðinu hefst 1. ágúst á næsta ári og stendur í fjóra mánuði. Ákvörðun Norðmanna um að friðlýsa Jan Mayen kann að opna svæðum á Norðausturlandi möguleika á að þjónusta leit á norska hluta Drekasvæðisins.

 

Lesa meira

Kristveig nýr formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

kristveig_sigurdardottir_vatnajokulsthjordgardsformadur.jpgKristveig Sigurðardóttir er nýr formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og Rósa Björk Halldórsdóttir varaformaður. Anna Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður, lét af störfum að eigin ósk.

 

Lesa meira

Tíu tímar frá mengunarslysi til tilkynningar til yfirvalda

eskifjordur_eskja.jpgTíu klukkustundir liðu frá því að blóðvatni var dælt inn á neysluvatnslögn Eskifjarðar í byrjun júlí þar til atvikið var tilkynnt til Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST). Fleiri dæmi eru um hæg boðskipti aðila sem komu að slysinu. Einn var lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna mengunarinnar.

 

Lesa meira

Steingrímur J.: Mesti niðurskurðurinn verður á höfuðborgar-svæðinu

steingrimur_j_sigufsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir jákvætt að svo virðist sem náðst hafi þjóðarsamstaða um að heilbrigðismálin eigi að njóta forgangs yfir aðra málaflokka. Hann bendir á að þótt sár niðurskurður verði á landsbyggðinni sé hann mestur á höfuðborgarsvæðinu.

 

Lesa meira

Lögreglan rannsakar kærur Djúpavogs- og Vopnafjarðarhreppa gegn Gift

ImageKærur Djúpavogs- og Vopnafjarðarhreppa á hendur fyrrverandi stjórnendum Giftar vegna meðferðar þeirra á eigum Samvinnutrygginga hefur verið tekin til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Sveitarfélögin telja sig hafa orðið samtals af tvö hundruð milljónum króna.

 

Lesa meira

Steingrímur: ESB málin eru okkur erfið

steingrimur_j_sigufsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn hafi þurft að „mjög erfiða málamiðlun“ þegar ákveðið var að fara út í aðildarviðræður við Evrópusambandið í fyrra sumar. Stefna flokksins, um að vont sé fyrir Ísland að ganga í sambandið, sé óbreytt.

 

Lesa meira

Steingrímur J.: Stórslys ef loka þarf Sundabúð

steingrmur_j._sigfsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir að það yrði „stórslys“ ef lokaþyrfti hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Hann vonast til að lausn verði fundin á málefnum hjúkrunarheimilisins.

 

Lesa meira

„Engar ákvarðanir um okkur án okkar“

lunga_uppskera_0022_web.jpgUngmennaráð Fljótsdalshéraðs vill að ríkara mark verði tekið á rödd þess fyrir ungs fólks í sveitarfélaginu. Engar ákvarðanir verði teknar varðandi ungt fólk á Héraði án þess að rætt verði við ráðið fyrst.

 

Lesa meira

Fjölmennur borgarafundur í Neskaupstað

ImageUm 200 manns sóttu borgarafund í Neskaupstað í gærkvöldi. Tilefni fundarins var kynning á skýrslu Capacent Gallup um raunsparnað vegna niðurskurðar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Mikil samstaða var fundinum og mættu fjölmargir aðilar frá sveitarfélögum á Austurlandi og lýstu ánægju sinni með skýrsluna.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði í framsögu sinni að umræðan í þjóðfélaginu í dag snérist mikið um að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Hann sagði það verkefni hafa tekist á Austurlandi og að hér væri sterkt atvinnulíf. Að mati Páls er það því alveg ómögulegt í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í fjórðungnum að verið sé að veikja innviði og grunnstoðir þess með þeim hætti sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.