Engum leiðum hefur enn verið lokað austan Jökulsár á Fjöllum vegna hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Hjá Vatnajökulsþjóðgarði er fylgst náið með þróun mála. Viðbúnaður almannavarna er á óvissustigi.
Vinna stendur yfir þessa dagana við að flytja yfir 100 tonn af gömlum raflínuundirstöðum frá Hryggstekk í Skriðdal til urðunar. Undirstöðurnar voru urðaðar án leyfis yfirvalda fyrir tæpum áratug.
Formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar segir skorta á að upplýsingar um flúormengun séu settar í samhengi sem almenningur skilur. Ekki sé verið að gefa Alcoa Fjarðaáli neinn slaka eða gagnrýna eftirlitsaðila þegar óskað sé eftir ítarlegri framsetningu gagna. Umhverfisstofnun og Matvælastofnun telja sig hafa sýnt af sér fagmennsku í upplýsingagjöf í tengslum við málið.
Skemmtiferðaskipið Voyager tók stefnuna til suðurs en það hætti við að leggjast að bryggju á Seyðisfirði á laugardag vegna veðurs. Vonast er til að ferðaþjónustuaðilar sem þurftu að bregðast skjótt við til að undirbúa komu skipsins beri ekki fjárhagslegan skaða að.
Sveitarstjóraskipti urðu á Vopnafirði fyrir helgi þegar Þorsteinn Steinsson lét af störfum og Ólafur Áki Ragnarsson tók við. Enn eru þó tvær vikur í að Ólafur Áki komi til starfa að fullu.
Um 15% minni afla var landað á Austfjörðum miðað við sama mánuð en í fyrra. Makríll og síld eru uppistaða aflans. Á sama tíma og löndun í flestum höfnum dregst saman eykst hún verulega á Vopnafirði.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið smábátaútgerð til að greiða sjómanni þriggja mánaða laun, alls ríflega 1,8 milljónir króna, í vangoldin laun í veikindafríi. Útgerðin hélt því fram að sjómaðurinn hefði leynt mikilvægum upplýsingum um heilsufar sitt.
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Voyager hefur ákveðið að leggja ekki að landi á Seyðisfirði vegna hættu á að komast ekki frá landi aftur vegna veðurs. Um borð í skipinu eru 450 farþegar.
Í dag opna tvær nýjar sýningar í Breiðdalssetri. Annars vegar jarðfræðisýning sem byggir á væntanlegri handbók um jarðfræði Austurlands og hins vegar ljósmyndasýning um uppbyggingu Breiðdalsvíkur.
Landeigendur jarða fyrir botni Berufjarðar vilja að valin verði veglína utar í firðinum fyrir nýjan veg um fjörðinn heldur en er í gildandi aðalskipulagi Djúpavogshrepps. Þeir segja tillöguna lagða fram til að skapa sátt um veginn.