Í ljósi þess að gos hófst rétt eftir miðnætti í gær nyrst í Holuhrauni norður af Dyngjujökli hafa bændur á norðanverðum Jökuldal ákveðið að flýta smalamennsku um eina viku.
Fljótsdælingar hyggjast halda til fjalla um helgina og smala fé af innstu svæðunum. Það flýtir fyrir ef rýma þarf svæðið ef eldgos hefst við norðanverðan Vatnajökul.
Heitavatnslaust verður á öllu veitusvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) frá því klukkan 9:00 í fyrramálið og fram eftir degi. Verið er að tengja nýja stofnlögn hitaveitunnar í Fellabæ.
Starfsháttanefnd Austurbrúar hefur sent drög að tillögum um breytingar á stjórnskipulagi og starfsemi til umsagnar hjá aðilum sem standa að sjálfseignarstofnuninni.
Kjöt- og fiskbúð Austurlands var formlega opnuð á Egilsstöðum þann 24. janúar og hefur Eiríkur Auðunn Auðunsson eða Eiki eins og hann er alltaf kallaður staðið vaktina síðan. En hann mun ekki gera það mikið lengur þar sem verslunin lokar í dag og er óvíst hver framtíð hennar verður.
Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Davíð Þór Jónsson, guðfræðing, í embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi. Skipunin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2014.
Busavígslur hafa verið árviss viðburður í skólum landsins í byrjun nýs skólaárs. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar hefðar sem nú eru bannaðar í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Í vikunni hafa starfsmenn VÍS á Egilsstöðum sinnt gangbrautarvörslu á Tjarnarbraut við Egilsstaðaskóla og Fagradalsbraut. Mörg börn fara yfir götuna á þessum stöðum og hafa foreldrar áhyggjur af öryggi þeirra enda er bílum oft ekið hratt þarna um og þungaflutningar jafnframt töluverðir á Fagradalsbraut.
Bormenn sem í sumar hafa safnað jarðsýnum af Fjarðarheiði eru hættir að bora. Borinn festist á um 420 metra dýpi. Það hefur ekki áhrif á framvindu mögulegra jarðganga undir heiðina þótt borinn hafi ekki komist jafn djúpt og vonast var eftir.
Bormenn sem safna jarðsýnum úr Fjarðarheiði hafa verið í vandræðum vegna þess hversu sprungið bergið virðist vera þegar neðar dregur. Þeir reyna að komast framhjá sprungunum með að steypa upp í bergið.
Jarðhræringar við Bárðabungu heldur áfram og segir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að jarðskjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli sé enn stöðug og jarðskjálftar öflugri. Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 mældist í jöklinum í hádeginu og áhrifa hans gætti alla leið í Hrafnskelsdal.