Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Teknir eru tekjuhæstu einstaklingar hvers sveitarfélags auk nokkurra áberandi einstaklinga úr samfélaginu til að sýna betri þverskurð á samsetningu samfélaganna.
Veiðimenn hreindýra mega nú afhenda kjöt af hreindýrum beint til neytenda eða smásölufyrirtækja án þess að það fari í gegnum sláturhús. Slíkar kröfur eru hins vegar fyrir kjöt sem fer í almenna dreifingu.
Björgunarsveitin Vopni var kölluð út í gærkvöldi til aðstoðar bílastjóra sem ók rangt í vaðið í Selá við Mælifell með þeim afleiðingum að vatn komst í vélina og bíllinn drap á sér.
Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, var jarðsunginn frá Mjóafjarðarkirkju. Ríflega 300 gestir sóttu athöfnina en kirkjan rúmar aðeins um 100 gesti og var hún frátekin fyrir nánustu ættingja og heiðursgesti.
Bryndís Ford verður skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað næsta vetur. Anna Birna Einarsdóttir, sem tók við starfinu um síðustu áramót, sótti í vor um leyfi af persónulegum ástæðum næsta skólaár.
Breytingar hafa staðið yfir síðustu vikur í vinnslusal Vísis á Djúpavogi þar sem fiskvinnslutæki hafa verið tekin niður og send suður til Grindavíkur. Önnur koma í staðinn en vinnslan verður einfaldari í sniðum en hún var.
Karlmaður um tvítugt sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Fagradal í morgun er kominn úr lífshættu. Þá slösuðust fjórir í öðru bílslysi á Háreksstaðaleið eftir hádegið en enginn alvarlega.
Vegagerðin hefur síðustu vikur unnið að viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum á Austurlandi. Hámarkshraði er því víða takmarkaður og varað við steinkasti.
Umferðin í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum hefur gengið vel þrátt fyrir fjölda ferðamanna á svæðinu. Bílvelta varð á Jökuldal fyrr í dag en ökumaður slapp þar ómeiddur.