Sautján karlmenn en engin kona sækja um starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Meðal umsækjenda eru Hrafnkell Lárusson, fyrrverandi héraðsskjalavörður og Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri sveitarstjórnamála hjá Austurbrú.
Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur verið skipaður sýslumaður í nýju Austurlandsumdæmi. Ný skipan sýslumannsembætta tekur gildi 1. janúar.
Fjöldi manns hefur komið sér fyrir á tjaldstæðunum í Hallormsstaðarskógi. Skógarvörðurinn segir júní hafa verið einn þann besta í sögu þeirra en fólk drífi nú að í sólina.
Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, hefur verið skipuð lögreglustjóri Austurlands. Tilkynnt var um skipan nýrra lögreglustjóra sem tekur gildi 1. janúar í dag.
Byggingafélagið Nes ehf. var nýverið stofnað í Neskaupstað til að svara ákalli við viðvarandi skort á íbúðahúsnæði. Það hyggst hefja byggingu raðhúss í sumar.
Ásta Hlín Magnúsdóttir, kosningastjóri Framsóknarflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Fjarðabyggð og fyrrverandi formaður ungra framsóknarmanna, gekk úr flokknum strax eftir kosningarnar. Hún segir ástæðuna vera viðbragðaleysi forustu flokksins gegn kosningabaráttu framboðsins í Reykjavík.
Óhætt er að slá því föstu að íbúafjöldi Seyðisfjarðar hafi tvöfaldast í dag á meðan skemmtiferðaskipið Veendam lá þar við bryggjur. Tæplega 30 komur skemmtiferðaskipa eru skráðar til Austfjarða í sumar.
Háahraun ehf., fyrrum rekstrarfélag Hótels Tanga á Vopnafirði, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Nýir rekstraraðilar eru teknir við rekstri hótelsins.
Þorsteinn Steinsson, fráfarandi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grundarfjarðar. Þorsteinn hefur verið á Vopnafirði undanfarin sextán ár.
Óvissa ríkir um framtíð Austurlambs. Finna þarf nýjan umsjónarmann fyrir verkefnið og vottaða kjötvinnslu á svæðinu. Það er þó ekki útséð því forsvarsmaður Kjöt- og fiskbúðar Austurlands býður Austurlambs að nota vinnsluaðstöðu hennar án endurgjalds.