Lögreglan á Egilsstöðum skoðar nú hvort áfengislög hafi verið brotin með sölu matarrauðvíns í Nettó á Egilsstöðum. Verslunarstjórinn segir að vínið hafi áður verið fjarlægt tímabundið úr íslenskum matvöruverslunum en ekki reynst innistæða fyrir að halda því þaðan.
Atvinnuástand meðal menntaðra iðnaðarmanna á Austurlandi er gott sem og atvinnuástandið almennt í fjórðungnum. Helst eru það störf sem teljast sem „hefðbundin kvennastörf" sem skortir í fjórðungnum.
Fósturvísatalningamaðurinn Gunnar Björnsson hefur vart komið heim til sín í rúman mánuð. Hann kemur víða við á um tveggja vikna ferð sinni um Austurland.
Fækkun mokstursdagar á Möðrudalsöræfum kunna að hafa áhrif á flutninga sjúklinga á milli Akureyrar og Neskaupstaðar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands telur tímabundna minni þjónustu ekki ógna öryggi sjúklinga.
Íbúafundur verður haldinn á Breiðdalsvík í kvöld í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina." Á fundinum verður farið yfir skilaboð íbúaþings sem haldið var í byrjun nóvember og hvernig þeim hefur verið fylgt eftir. Atvinnumál voru þar í brennidepli.
Um fjórðungur þess fjármagns sem forsætisráðuneytið hefur úthlutað til verkefna sem tengjast húsafriðun, vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifa og málefna græna hagkerfisins á þessu kjörtímabili hafa fallið í skaut austfirskra verkefna. Alls koma 52 milljónir austur í sjö verkefni.
Talsmaður Vegagerðar ríkisins harðneitar að fækkun mokstursdaga á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði úr sex í tvo sé gerð í sparnaðarskyni. Aðstæður leyfi einfaldlega ekki meira. Heimamenn eru ekki jafn sannfærðir.
Austfirskar sveitastjórnir gagnrýna harðlega ákvörðun Vegagerðarinnar um að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði úr sex í tvo. Bent er á að ákvörðunin hafi neikvæð áhrif á bæði mann- og atvinnulíf í fjórðungnum.
María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, segir allt Ísland vera markaðssvæði mögulegs millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll. Hún telur ýmsa möguleika vera fyrir hendi varðandi slíkt flug en til að það komist á og viðhaldist þurfi innviðirnir að vera í lagi.
Icelandair skoðar möguleikann á að bjóða upp á millilandaflug frá Egilsstaðaflugvelli sumarið 2015. Farþegar gætu þá innritað sig í flug Flugfélags Íslands á Egilsstöðum sem flytti þá til Keflavíkur og þar gætu menn farið vandræðalítið á milli hliða. Ekkert er þó ákveðið um verkefnið.
Lögreglan á Egilsstöðum óskar eftir því að ná sambandi við ökumann bifreiðar sem ók utan í dökka Cherokee jeppabifreið á bifreiðastæðinu við Bónus á Egilsstöðum í gær, sunnudag, um klukkan 14:00 eða hvern þann sem einhverja vitneskju hefur um málið.