Leikfangaverksmiðjan Stubbur hefur verið flutt austur á Stöðvarfjörð í gamla frystihúsið þar sem rekin er Sköpunarmiðstöð. Verkefnastjóri miðstöðvarinnar vonast til að hægt verði að byggja frekari atvinnu utan um leikfangaframleiðsluna.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að flokka verði áætlunarflug innanlands sem almenningssamgöngur. Gallinn sé sá að almenningssamgöngur hafi verið olnbogabarn sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á til þessa.
Flug milli Reykjavíkur og Egilsstaða er samfélagslega ábatasamasta flugleið landsins. Þjóðfélagslegur ábati af flugi um Egilsstaðaflugvöll er talinn nema yfir fimmtíu milljörðum króna á næstu fjörutíu árum.
Hugmyndir eru uppi um töluverðar breytingar á ásýnd þéttbýlisins á Egilsstöðum til að gera það meira aðlaðandi fyrir gesti staðarins sem og íbúa. Samvinna er mikilvæg til að efla staðinn sem ferðamannastað.
Páll Baldursson hefur ákveðið að hætta sem sveitarstjóri Breiðdalshrepps eftir kosningar í vor. Hann segir tíma vera kominn til að breyta til eftir átta ára starf.
Rannsókn er hafin á hótun um alvarlegar líkamsmeiðingar í garð yfirlögregluþjóns í Seyðisfjarðarumdæmi sem barst í gegnum Facebook. Sýslumaður segir málið litið alvarlegum augum.
Áfanga var náð í gerð Norðfjarðarganga í gær, þegar lengd sprengdra ganga fór í 643 metra. Þau eru því orðin lengri en núverandi jarðgöng í Oddsskarði sem eru skráð 640 metrar, að vegskálum meðtöldum.
Tekjur af ferðamönnum á Húsavík eru vel yfir einn milljarð á hverju ári. Tekist hefur að markaðssetja staðinn sem hvalahöfuðborg Evrópu. Á Höfn í Hornafirði er farið að skorta íbúðarhúsnæði því svo mörgum íbúðum hefur verið breytt í gististaði.
Ekki eru lengur forsendur til þess að halda áfram áætlunarflugi á milli Akureyrar og Vopnafjarðar/Þórshafnar eins og verið hefur. Skoða mætti málin ef flogið væri beint á milli Vopnafjarðar og Reykjavíkur. Sú flugleið skiptir íbúa á Norðausturlandi máli.
Samfylkingin hyggst ekki bjóða fram lista á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor líkt og gert var árið 2010. Með því sé verið að styðja við háværari raddir um persónukjör.