Rík áhersla er lögð á þátttöku starfsfólks í mótun og framfylgd gæðastarfs hjá Alcoa Fjarðaáli. Það er í sífelldri endurskoðun til að geta mætt þörfum viðskiptavina um víða veröld.
Málþing um aukna hæfni til starfa í atvinnulífinu og um gæðamál í framhaldsfræðslu var haldið á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Um fimmtíu manns, sem komu víðsvegar að af landinu, sóttu málþingið og þótti takast vel til.
Þóra Bergný Guðmundsdóttir, sem rekið hefur farfuglaheimilið Hafölduna á Seyðisfirði frá árinu 1975, hlaut viðurkenninguna „Kletturinn" á uppskeruhátíð Ferðamálasamtaka Austurlands um helgina. Meet the Locals og Travel East hlutu verðlaun fyrir frumkvöðlastarf.
Vegagerðin ætlar að reyna að hefja aftur daglegan mokstur á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Ekki verður þó mokað á morgun vegna slæmrar veðurspár.
Til stendur að fara yfir verklag við snyrtingar gróðurs sem nær út fyrir lóðamörk hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Garðeigendur við Laufás 1 á Egilsstöðum segjast ganga frá sáttir frá borði eftir fund með bæjaryfirvöldum í gær.
Nýr vinnustaðasamningur á milli Alcoa Fjarðaáls, Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands var felldur í atkvæðagreiðslu fyrir helgi. Verslunarmenn hjá Afli og starfsmenn í fiskimjölsbræðslum samþykktu hins vegar nýverið nýja samninga.
Á morgun klukkan 16:00 stendur Nýsköpunar- og þróunarsvið Austurbrúar fyrir vinnustofu um stefnumótun skapandi greina á Austurlandi. Vinnustofan er öllum opin og verður haldin í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum (fyrirlestrarsal).
Daníel Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, óskaði á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi eftir að skoðað yrði hvort fulltrúar minnihlutans hefðu brotið siðareglur kjörinna fulltrúa. Fulltrúar minnihlutans segjast ekki skilja hvernig þeir hafi gert það og segja að þeim ásökunum sem á þá eru bornar verði ekki tekið þegjandi.
Björgunarsveitin Ísólfur var í dag kölluð út á Fjarðarheiði til að losa fjóra bíla sem þar sátur fastir. Ferðamenn eru áminntir um að virða lokanir vega.
Sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar að beðið yrði með afgreiðslu á ráðuneytisúrskurði um gatagerðargjald í bænum á meðan lögfræðisviðið færi yfir úrskurðinn. Úrelt gjaldskrá varð kaupstaðnum fjötur um fót í málinu.
Tilgangslausu dyrnar á Íslandi eða „The Pointless Door of Iceland" er meðal þeirra hugmynda sem rædd var til að auðga mannlíf á Breiðdalsvík á íbúafundi í síðustu viku. Hugmyndin gengur út á dyr sem standi á víðavangi.
Svo virðist sem fregnir af hugsanlegum flutningi Norrænu frá Seyðisfirði hafi orðið til þess að lánastofnanir vilji ekki lána fyrir verkefnum í sveitarfélaginu. Slíkt mun hafa tafið fyrir uppbyggingu gistirýmis í bænum.