


Helgin: Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!
Handverk og hefðir – Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin? er yfirskrift málþings sem fram fer í Minjasafni Austurlands á laugardaginn. Þar verður fjallað um þjóðlegt handverk og hefðir í víðum skilningi og gestum gefst einnig kostur á að fá ráðgjöf varðandi þjóðbúninga frá sérfræðingum. Þá verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða á Austurlandi um helgina.
Húsgögn sem nýtast einnig sem leikföng
Kvenfélag Reyðarfjarðar styrkti nýverið Foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði til kaupa á húsgögnum sem einnig nýtast sem leikföng og eiga að nýtast til að örva leik- og hreyfiþroska barnanna.
Heillaðist af tækninni í sjávarútvegi
Fanney Björk Friðriksdóttir er 26 ára Vopnfirðingur og starfar sem gæðastjóri HB Granda á Vopnafirði. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt og segir að sjávarútvegurinn sé að þróast frá því að vera jafn mikill karlageiri og hann hefur verið.

Sjómannadagshelgin: „Það fara bara allir í kraftgallana”
„Ég hef komið að undirbúningi sjómannadagshelgarinnar í fimmtán ár með hléum og man ekki til þess að hafa verið að undirbúa hana í snjókomu áður,” segir Kristinn Þór Jónsson, formaður sjómannadagsráðs á Eskifirði, en formleg dagskrá hennar hefst á Eskifirði á morgun.
Yfirheyrslan: „Svei mér þá ef ME-ingar eru ekki betri en annað fólk“
Um helgina er haldið uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum með pompi og prakt. Kristjana H. Valgeirsdóttir eða Kristjana í búrinu eins og hún er oft kölluð er í yfirheyrslu vikunnar.

Líf með litum - Sumarsýning Tryggvasafns
Ný sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á morgun laugardag og ber hún heitið Líf með litum. Á sýningunni eru 42 verk og er henni ætlað að gefa gott yfirlit um allan listamannsferil Tryggva Ólafssonar. Elsta myndin á sýningunni er frá árinu 1954, þegar listamaðurinn var 14 ára að aldri, en nýjustu myndirnar eru frá árinu 2017.

„Mikill sköpunarkraftur í ungum stelpum á Austurlandi“
Samtökin Stelpur Rokka! standa fyrir rokkbúðum fyrir stelpur og konur á Austurlandi í sumar. Guðrún Veturliðadóttir framkvæmdarstýra Stelpur Rokka! á Austurlandi segir mikinn sköpunarkraft búa í austfirskum stelpum.

Helgin: „Tónlistarsagan í ME er mögnuð“
Haldið verður uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum í kvöld með pompi og prakt. Elín Rán Björnsdóttir er formaður afmælisnefndar en hún segir að gera eigi menningarsögunni í skólanum hærra undir höfði í kvöld en gert hefur verið í tengslum við fyrri afmæli.