Knúsast fyrsta kvöldið á Kærleiksdögum

Kærleiksdagar verða haldnir á Breiðdalsvík um helgina. Þar er lögð áhersla á óhefðbundnar meðferðir og kærleiksríka samveru. Stjórnandi segir þátttakendur opnari fyrir þátttöku í samverustundunum en þeir voru þegar dagarnir voru fyrst haldnir fyrir rúmum 20 árum.

Lesa meira

Einstök tilfinning að finna hve mikið er af góðu fólki í heiminum

Í bílskúrnum að Hammersminni 10 á Djúpavogi situr Jón Friðrik Sigurðsson í Manchester United bolnum sínum og vinnur minjagripi fyrir gesti staðarins. Skúrinn prýða líka ýmsir munir sem ánægðir gestir skúrsins hafa sent Jóni til að endurgjalda honum hlýjar móttökur.

Lesa meira

„Ekki til í að hætta öllu þótt við séum orðin eldri borgarar“

Eldri borgarar í Fjarðabyggð og á Djúpavogi leggja á miðvikudag af stað í áheitagöngu sem farin verður frá Dalatanga í norðri til Þvottárskriða í suðri. Einn forsvarsmanna göngunnar segir hana bæði farna í heilsueflingarskyni og til að láta gott af sér leiða.

Lesa meira

Yngra listafólk þarf að sjá að það geti fengið tækifæri

Listamaðurinn Odee er gagnrýninn á bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð fyrir að hafa ekki þekkst boð hans um að setja listaverk eftir hann upp við sundlaugina á Eskifirði. Hann telur að slíkt verk í almannarými gæti haft hvetjandi áhrif á yngri listamenn í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Hollívúdd-stjörnur í púli í Breiðdal?

Bandarískt afþreyingarfyrirtækið The Ashram hefur hafið sölu á Íslandsferðum þar sem bækistöðin verður í Breiðdal. Margar af skærustu sjónvarps- og kvikmyndastjörnum sögunnar hafa nýtt sér ferðir fyrirtækisins í gegnum tíðina.

Lesa meira

Hammond-hátíð sett af aga og hörku í morgun

Djúpavogsbúar fagna komu sumars að venju með Hammond-hátíð. Hún er borin uppi af stórtónleikum en í gangi verða fjölbreyttir viðburðir út um allan bæ. Stjórnandi segist finna fyrir miklum áhuga á hátíðinni.

Lesa meira

Hreindýrið unir sér vel með hestunum

Hreindýrskálfur hefur undanfarna mánuði haldið til í hestahópi á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Dýrið virðist una hag sínum þar vel og hefur ekki sýnt á sér neitt fararsnið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.