


„Ljóðin eru mörg mjög nærgöngul“
„Eins og titill bókarinnar ber með sér þá ræ ég á mið tímans og hugleiði hvað hefur sterkust tök á honum í mínu lífi,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, sem sendi nýverið frá sér ljóðabókina Áratök tímans.
Helgin: Jazzmessa á Eskifirði
Sameiginlegur kirkjukór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, ásamt kór Norðfjarðarkirkju, hljóðfæraleikurunum og einsöngvara flytja Kórverkið „A Little Jazz Mass“ eftir Bob Chilcott í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudag. Á Seyðisfirði verður gengið gegn sjálfsvígum og nágrannaslagur verður í annarri deild karla í knattspyrnu.
„Við erum bara heppin með hvort annað“
„Hún Hanna mín hefur alltaf staðið við bakið á mér,“ segir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, þegar þau hjónin stilla sér upp fyrir myndatöku hjá blaðamanni Austurgluggans í byrjun maí, en hér kemur stutt brot úr því viðtali.
Helgin: Reyna að tengja saman innfædda og aðkomna Héraðsbúa
Fjölmenningarhátíð verður haldið í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum á mánudag, annan í hvítasunnu. Útgáfutónleikar, frisbígolfkennsla, nágrannaslagur í fótboltanum og listamannaspjall er meðal þess helsta um helgina.
Að Austan í loftið aftur með nýrri áhöfn
Þáttaröðin „Að austan“ á N4 fer á nýjan leik í loftið á kvöld. Þau Steinunn Steinþórsdóttir, Eyrún Hrefna Helgadóttir og Dagur Skírnir Óðinsson sjá um dagskrárgerðina en þau eru öll búsett fyrir austan.Helgin: „Þetta er nú einu sinni háskóli allra landsmanna“
„Að aka um með vísindasýningu er svolítið eins og að túra með hljómsveit, við sköpum okkar eigin veröld á hverjum stað sem gestir ganga inní sem svo hverfur aftur,“ segir Guðrún Bachmann lestarstjóri Háskólalestar Háskóla Íslands, en Egilsstaðaskóli verður vettvangur síðustu heimsóknar Háskólalestar Háskóla Íslands í maímánuði þetta árið.
Treystir á velvilja fólksins á ferðum sínum um landið
Ferðalangur með fjaðurhatt að hætti indíána í hjólastól hefur vakið athygli íbúa á Héraði í dag. Sá kemur ekki úr Vesturheimi, eins og margir gætu haldið heldur úr austri.