Hraðamet var sett í flugi milli Egilsstaða og Reykjavíkur á Fokker-flugvél en ferð miðdegisvélar Flugfélags Íslands tók aðeins fjörutíu mínútur í sterkum meðvindi.
Fatahönnuðurinn Philippe Clause segist þakklátur Seyðfirðingum fyrir stuðningskveðjur síðustu daga. Opið bréf sem hann birti í vikunni þar sem hann lýsti einelti í sinn garð vakti mikla athygli.
Mikið verður um að vera á Norðfirð um helgina. Keppni hefst í úrvalsdeildinni í blaki, Leikfélag Norðfjarðar frumsýnir á morgun ljóðakvöld verður í Seldal.
Austfirska unghljómsveitin MurMur hefur verið á miklu flugi síðan hún var stofnuð í vor og stefnir á þátttöku í Músíktilraunum. Hljómsveitin MurMur varð til á Hljómsveitarnámskeiði Austurlands sem Jón Hilmar Kárason stóð fyrir í vor. Sveitin var upphaflega skipuð söngvaranum og gítarleikaranum Ívari Andra Bjarnasyni frá Egilsstöðum, trommuleikaranum Bergsveini Ás Hafliðasyni frá Fossárdal og bassaleikaranum Jens Albertssyni frá Djúpavogi.