Hin árlega markaðs- og uppskeruhátíð Haustroði verður haldin á Seyðisfirði á laugardaginn. Bærinn iðar af lífi og skartar sínu fegursta í haustlitunum.
Möguleikhúsið sýnir leiksýninguna Eldklerkinn á Austurlandi í vikunni. Þar er sögð saga Jóns Steingrímssonar prófasts Vestur-Skaftfellinga á tímum Skaftáreldanna en skrif hans eru merkar heimildir um eldsumbrotin.
Körfuboltavertíðin er að fara af stað og karlalið Hattar spilar sinn fyrsta leik í kvöld móti Njarðvík á útivelli. Hreinn Gunnar Birgisson, fyrirliði og framherji Hattar, er í yfirheyrslu vikunnar. Hreinn hefur stundað körfubolta frá unga aldri en er að hefja sitt þriðja tímabil með Hetti.
Hrólfur Eyjólfsson er einni nýliðinn í Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs sem hefur keppni gegn Reykjavík í kvöld. Reikna má með harðri keppni liðanna sem mættust í úrslitum í fyrra.
Leikverkið Petra eftir Brogan Davison, Pétur Ármannsson og Björn Leó Brynjarsson snýr aftur á svið í Tjarnarbíói 17. október. Leikhópurinn Dansaðu fyrir mig sem stendur að sýningunni sýndi verkið nýverið á leiklistarhátíðinni í Tampere við góðan orðstír en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Verkið var frumsýnt á leiklistarhátíðinni LÓKAL í ágúst 2014.
Í síðustu viku kom út hjá Sögufélaginu bókin Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 Smára Geirsson. Bókin er afrakstur áralangrar rannsóknarvinnu Smára sem dregur fram ýmsar nýjar heimildir um hvalveiðar við Íslandsstrendur.