Æskulýðsvettvangurinn stendur í dag og á morgun fyrir tveimur ráðstefnum um málefni ungs fólks á Austurlandi undir yfirskriftinni „Komdu þínu á framfæri."
Sýningum Djúpsins, leikfélags Verkmenntaskóla Austurlands, á söngleiknum Hárinu lýkur um helgina. Æfingarnar áttu hug og hjörtu leikaranna á meðan þeim stóð.
Til stendur að opna nýja matvöruverslun á vegum Hótels Bláfells í húsnæði sem áður hýsti kjörbúð Kaupfélags Stöðfirðinga á Breiðdalsvík. Hótelhaldarinn segist aldrei hafa séð fleiri ferðamenn á staðnum heldur en í vetur.
Þorvarður Sigurbjörnsson og Ágúst Ingi Ágústsson kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands vöktu heldur betur athygli í vikunni, og komust í fréttirnar þegar Ágúst mætti í skólann á öskudag sem Þorvarður eða Varði eins og hann er alltaf kallaður. Nemendur VA höfðu skorað á kennara að mæta í grímubúningum þennan dag og varð uppi fótur og fit þegar tveir Varðar örkuðu um ganga skólans.
Austfirðingurinn Atli Þór Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, er einn þeirra fjögurra sem keppa til úrslita um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 á sunnudag.
Margaret Johnson hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir í lífinu. Hún er fædd og uppalin í Ástralíu en flutti til Íslands fyrir tuttugu og sex árum. Hún bjó lengi vel í sveitasælunni í Fljótsdalnum eða í rúm 20 ár, en í dag býr hún Fellabæ og kennir ensku við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í átta liða úrslit mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna (MORFÍS) eftir að hafa slegið Menntaskólann á Akureyri út með 33ja stiga mun um síðustu helgi.