Hagyrðingurinn og kennarinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi. Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út afmælisrit honum til heiðurs.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti í gær ungmennum úr Fjarðabyggð sérstaka hvatningu forsetaembættisins til ungra Íslendinga. Hann sagði það hafa verið erfitt verk en ánægjulegt að velja úr glæsilegum hópi.
Unglingar í æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi selja nú happdrættismiða til styrktar ferðasjóði sínum vegna komandi Landsmóts ÆSKÞ í Reykjanesbæ. Hluti af andvirði hvers selds miða rennur í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar.
Fjöldi gesta sótti fjölskylduhátíð sem haldin var á mánudagskvöld í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í tilefni opinberrar heimsóknar forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff til Fjarðabyggðar. Ungt fólk var í öndvegi á hátíðinni.
Forseti Íslands hóf yfirreið sín um Fjarðabyggð í gær og koma víða við. Hann hitti m.a. gamlan samherja úr pólitík, Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, og rifjuðu þeir upp gamla tíma.
Stuttmyndahátíðin 700IS kemur heim um helgina en verk af hátíðinni verða sýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þema hátíðarinnar í ár er vídeólist sem útilistaverk.
Óperusöngkonunni Erlu Dóru Vogler hefur verið boðið að taka þátt í listaverkefni sem haldið er í Elísabetarkastala, einum helsta ferðamannastað bresku eyjunnar Jersey á Ermasundi.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í þriggja daga heimsókn til Fjarðabyggðar mánudaginn 21. október. Í tilefni af heimsókninni verður að kvöldi mánudagsins haldin fjölskylduhátíð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.