Bréfamaraþon Amnesty International á Egilsstöðum

amnesty_brefamarathon_egilsstadir_2010_web.jpgUndanfarin ár hefur Amnesty International og Kirkjan á Héraði staðið fyrir stuttri dagskrá í Egilsstaðakirkju á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember. Svo verður einnig nú og hefst hún kl 17.30. Sigrún Blöndal flytur stutta hugvekju og Kór Egilsstaðakirkju syngur.

 

Lesa meira

Rithöfundalest á Austurlandi

Hin árvissa rithöfundalest æðir um Vopnafjörð, Hérað og Seyðisfjörð um helgina en ferðin hefst á Vopnafirði í kvöld. Höfundarnir eru að þessu sinni fjórir.

 

Lesa meira

Stöð 1: Líka á Austurlandi

stod1_logo.jpgHafnar eru útsendingar Stöðvar 1 um netið á slóðinni www.stod1.is og er um samfellda opna dagskrá án endurgjalds um að ræða. Stöð 1 mun vera fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út samfellda ótruflaða heildardagskrá í rauntíma um netið og er þessi dreifing á merki hennar því kærkomin viðbót við núverandi dreifingu um örbylgju, adsl og ljósleiðarakerfi Vodafone. Notendur netsins geta því notið dagskrár Stöðvar 1 hvar sem þeir eru tengdir á landinu.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð í Útvari í kvöld

fjarabygg.jpgLið Fjarðabyggðar mætir til leiks í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar það mætir Grindavík. Ein breyting er á liðinu frá í fyrra.

 

Lesa meira

Útsvar: Frumraun nýs liðsmanns Fljótsdalshéraðs í kvöld

utsvar_fljotsdalsherad_web.jpgLið sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, sem náð hefur frábærum árangri í spurningakeppninni Útsvari seinustu tvö ár, mætir Akranesi í kvöld. Hrafnkell Lárusson, héraðsskjalavörður, hefur tekið sæti Stefáns Boga Sveinssonar í liðinu.

 

Lesa meira

Stöðvarfjörður: Verður frystihúsið að sköpunarmiðstöð?

stodvarfjordur2.jpgHugmyndir um að breyta frystihúsinu á Stöðvarfirði í sköpunarmiðstöð þar sem saman kom íslenskir og erlendir listamenn voru kynntar á borgarafundi fyrir skemmstu. Stöðin hefur sjálfbærni að leiðarljósi og gert er ráð fyrir að hún gangi fyrir eigin rafmagni.

 

Lesa meira

Sveppabók Helga tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna

helgi_hall.jpgSveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði, eftir náttúrufræðingin Helga Hallgrímsson á Egilsstöðum, var í gær tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Fjórar aðrar bækur eru tilnefndar í flokknum.

 

Lesa meira

Grýla og Leppalúði á ferð í Fljótsdal

grylaoggaul.jpgHin árvissa Grýlugleði verður haldin á Skriðuklaustri sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00. Von er á sagnaálfum og gaulálfum sem munu segja frá og syngja um Grýlu og hyski hennar sem búið hefur um aldir í Brandsöxlinni ofan við Víðivelli í Fljótsdal.

 

Lesa meira

Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs gefin út á prenti

dyrfjoll_helgi_hall.jpgFyrir stuttu kom út Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs, eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing. Skráin er tæplega 160 blaðsíður að stærð og er lýsing á um 600 stöðum og svæðum í sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi og Fljótsdalshéraði, sem höfundur telur sérstaklega athyglisverð og kallar náttúrumæri.  Þeir sem áhuga hafa geta fengið eintak af náttúrumæraskrá Helga á skrifstofum sveitarfélagsins án endurgjalds.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar