Eyrarrósin afhent á morgun: 700IS tilnefnd
Kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland er meðal þeirra þriggja verkefna sem tilnefnd eru til Eyrrarrósarinnar sem afhent verður í sjöunda sinn á morgun.
Kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland er meðal þeirra þriggja verkefna sem tilnefnd eru til Eyrrarrósarinnar sem afhent verður í sjöunda sinn á morgun.
Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur frá Egilsstöðum, hlaut í dag íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Sveppabókin - íslenskir sveppir og sveppafræði.
Völva Agl.is spáir miklum átökum um jarðgöng undir Fjarðarheiði á árinu en verkið mun þokast í rétta átt. Áfram verður deilt um sparnað á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Lítið gerist á Drekasvæðinu en Austfirðingar gætu átt eftir að heyra meira af gullleit.
Skotfélag Austurlands stendur fyrir byssusýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, laugardaginn 12. febrúar næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 18:00.
Mikil umræða verður á árinu um leirfok í Vatnajökulsþjóðgarði og á Héraði sem er afleiðing Kárahnjúkavirkjunar. Ferðafólk lítur framhjá svæðinu. Lið svæðsins standa sig vel í spurningakeppnum á landsvísu. Þetta kemur fram í spá völvu Agl.is sem telur að af ásettu ráði hafi verið unnið gegn Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs.
Um 100 unglingar af Norður- og Austurlandi tóku um helgina þátt í æskulýðsmóti í Brúarásskóla. Meðal annars var keppt í HÆNU – hæfileikakeppni NorðAusturlands.
Völva Agl.is spáir áframhaldandi uppljóstrunum fram í lok febrúar. Í desember dreymdi hana draum um tíu vikna ótíð. Sá virðist þegar hafa ræst að hluta því válynd veður hafa barið á landsmönnum reglulega síðan þá.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.