Konur sýna saman
Nú stendur yfir listasýningin 4Konur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin er samsýning fjögurra kvenna, þrjár eru af Fljótsdalshéraði en sú fjórða frá Halifax í Kanada.
Æringur á Stöðvarfirði
Listahátíðin Æringur opnar í Salthúsinu á Stöðvarfirði í dag. Listamenn frá gallerí Crymo í Reykjavík taka þátt í hátíðinni ásamt öðrum listamönnum. Marmkið hátíðarinnar er að gefa listamönnum tækifæri til að vinna verk í nýju umhverfi í samstarfi við heimamenn.
LungA 12. til 18. júlí á Seyðisfirði
Listasmiðjan LungA hefst næstkomandi mánudag og stendur dagana 12. til 18. júlí á Seyðisfirði.
Fyrstu tónleikar Bláu kirkjunnar á miðvikudag
Fyrstu tónleikarnir af sex í sumartónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða á miðvikudag, 7. júlí. Þar koma fram Erla Dóra Vogler, mezzósópran, Jón Svavar Jósefsson, baritónn og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari.
Tónlistastundir á Egilsstöðum og Vallanesi
Tónlistastundir á Héraði halda áfram á fimmtudag 1. júli í Egilsstaðakirhju og sunnudag 4. júli í Vallaneskirkju. Góð aðsókn var að fyrstu tónlistastundunum sem voru viku fyrr á sömu stöðum.Fann iPod sem lá úti í tvö ár
Þorgerður María Þorbjarnardóttir fann á dögunum iPod í svokölluðum Múla uppi á Jökuldal þar sem hún var að vinna að uppgræðslustörfum í vinnuskólanum. Tækið hafði legið þarna í tvö ár.Skemmtileg Jazzhátíð: Myndasyrpa frá lokatónleikunum
Jón Hilmar Kárason, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Egilsstaða á Austurlandi, segist trúa því að hátíðin í ár hafi verið skemmtileg fyrir þá sem hana sóttu. Aðsóknin hafi á móti verið undir væntingum.