Fulltrúar Framsóknar staðfestir
Framsóknarmenn hafa staðfest nýja fulltrúa sína í nefndum á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.
Framsóknarmenn hafa staðfest nýja fulltrúa sína í nefndum á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftarsöfnun á heimasíðu samtakanna http://www.amnesty.is/undirskriftir til stuðnings konum og stúlkum í Afganistan. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um betri kjör kvenna er ofbeldi gegn konum og stúlkum í Afganistan enn landlægt og birtingarmyndirnar margar.
Eignarhaldsfélagið Hallormur hyggst á næstunni byggja 300 fermetra viðbyggingu við hótel sitt í Hallormsstað. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að fela skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins að setja málið í grenndarkynningu áður en byggingarleyfi verður veitt fyrir viðbyggingunni.
Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, frá Teigarhorni í Berufirði, er komin áfram í tíu manna úrslit Idol-Stjörnuleitar á föstudagskvöld.
Norðfjarðarsaga II kemur út snemma í aprílmánuði. Þessi hluti sögunnar fjallar um tímabilið 1895-1929. Upphaf umfjöllunarinnar miðast við það þegar Nes í Norðfirði var löggiltur verslunarstaður en lokin markast af því þegar Neskauptún öðlaðist kaupstaðarréttindi. Kaupstaðarréttindin tóku gildi hinn 1. janúar 1929 og eru því liðin rétt 80 ár frá þeim tímamótum. Norðfjarðarsaga II er beint framhald Norðfjarðarsögu I sem kom út árið 2006. Höfundur Norðfjarðarsögu II er Smári Geirsson. Það er Bókaútgáfan Hólar sem annast útgáfuna en Steinholt sér um prentun og bókband.
Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), er því beint til heilbrigðisráðuneytisins að taka rekstur dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi til gagngerrar endurskoðunar. Segir í úttektinni að rekstur þess falli ekki undir skilgreint hlutverk HSA. Auk þess séu heimilismenn í raun hjúkrunarsjúklingar og fái því ekki þá faglegu heilbrigðisþjónustu sem þeim beri við núverandi aðstæður.
Höttur féll í dag úr 1. deild karla í körfuknattleik þegar liðið tapaði 94-80 fyrir Ármanni í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Norðfjarðarsaga II kemur út snemma í aprílmánuði. Þessi hluti sögunnar fjallar um tímabilið 1895-1929. Upphaf umfjöllunarinnar miðast við það þegar Nes í Norðfirði var löggiltur verslunarstaður en lokin markast af því þegar Neskauptún öðlaðist kaupstaðarréttindi. Kaupstaðarréttindin tóku gildi hinn 1. Janúar 1929 og eru því liðin rétt 80 ár frá þeim tímamótum. Norðfjarðarsaga II er beint framhald Norðfjarðarsögu I sem kom út árið 2006. Höfundur Norðfjarðarsögu II er Smári Geirsson. Það er Bókaútgáfan Hólar sem annast útgáfuna en Steinholt sér um prentun og bókband.
Lið Fljótsdalshéraðs er komið í úrslit í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari. Liðið sigraði Árborg með 83 stigum gegn 78 nú í kvöld, eftir tvísýna baráttu. Úrslitakeppnin, þar sem Héraðsmenn eiga við lið Kópavogs, verður að viku liðinni.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa þau Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.