Nemandi í ME hannar merki Þjóðleiks

Í gær var á Egilsstöðum veitt viðurkenning fyrir nýtt merki Þjóðleiks, leiklistarverkefnis á Austurlandi sem unnið er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Nemendur þrettán skóla í fjórðungnum æfa nú frumsamin verk sem sýnd verða á leiklistarhátíð næsta vor á Fljótsdalshéraði. Sú sem hannaði verðlaunamerkið heitir Kristín Inga Vigfúsdóttir og hlýtur hún að launum hundrað þúsund krónur. Einkenni merkisins eru leikgrímurnar tvær, hlátur og grátur og koma útlínur Austurlandsfjórðungs við sögu í hláturgrímunni.

jleikur.jpg

 

Lesa meira

Nýjungar í sorphirðumálum á Héraði

Fljótsdalshérað og Íslenska gámafélagið hafa gert með sér samning um þriggja tunnu sorphirðukerfi í sveitarfélaginu. Samningurinn nemur þrjúhundruð milljónum króna til sjö ára og mun breyta sorphirðukerfinu í grundvallaratriðum.

alaskadump-450076-001-sw.jpg

Lesa meira

Grunur um íkveikju

Lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði hefur rökstuddan grun um að kveikt hafi verið í parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði aðfararnótt mánudagsins var. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um hálffimm um morguninn, eftir að nágrannar höfðu gert viðvart um eldinn og vakið upp íbúa í húsinu þar sem eldurinn kviknaði. Sá komst ómeiddur út og slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á húsinu af völdum sóts og reyks. Lögreglan er með málið til rannsóknar og segir alvarlegt ef um íkveikju er að ræða.

Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu Norðfjarðarvegar (92) um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
vefur_oddsskarsgng.jpg

Lesa meira

Stór hluti Brúaröræfa enn þjóðlenda

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.

Veiðimenn og annað gott fólk

Samfélag veiðimanna á Egilsstöðum biðlar til veiðimanna á Héraði og allra annarra sem telja sig aflögufæra að fara í gegnum frystikistur sínar og gefa af ónýttum afla sínum eða birgðum til þeirra sem eru hjálpar þurfi.

leg-of-lamb.jpg

Lesa meira

Fellamenn óttast um tónlistarskóla

Hundrað fimmtíu og þrír íbúar Fellahrepps hins forna vilja að horfið verði frá hugmyndum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að sameina Tónlistarskólann í Fellum Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Velunnarar skólans í Fellum gengu í hús í lok nóvember og söfnuðu undirskriftum þar að lútandi. Allir nema fjórtán rituðu undir yfirlýsingu þessa efnis og var hún afhent bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd sveitarfélagsins vill halda undirbúningi að sameiningu áfram.

crbs0690870.jpg

Lesa meira

Senda Mæðrastyrksnefnd skötu

Fiskhöllin í Fellabæ ætlar að senda Mæðrastyrksnefnd fimmtíu kíló af kæstri skötu og styðja þannig við úthlutun nefndarinnar til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur þegar sent á fimmta tonn af frystri ísu til Mæðrastyrksnefndar. Þá mun Landsvirkjun láta prestum á Héraði í té kjöt fyrir jólin fyrir þá sem þess þurfa með og Lionsklúbburinn Múli hvetur fólk til að leggja fryst kjöt eða fisk inn hjá Flytjanda á Egilsstöðum og verður þeim matvælum dreift til fólks á Héraði fyrir jólin.

skata4-s.jpg

Stefán Ragnar ráðinn sem fyrsti flautuleikari hjá Metropolitan

Norðfirðingurinn Stefán Ragnar Höskuldsson hefur verið ráðinn fyrsti flautuleikari hljómsveitar Metropolitanóperunnar í New York. Óhætt er að fullyrða að um er að ræða eitthvert eftirsóknarverðasta flautuleikarstarf sem í boði er á heimsvísu.

usa_nyc_metropolitanopera_5.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.