700.IS Hreindýraland 2009

Videó- og kvikmyndahátíðin www.700.is  Hreindýraland verður haldin í fjórða sinn á Fljótsdalshéraði og nágrenni 21. – 28.mars næstkomandi. Þessi tilrauna-kvikmyndalistahátíð verður haldin með nýju sniði að þessu sinni, þar sem ákveðið var að nú skyldi sjónum beint að videó-innsetningum. Því munu 7 listamenn, eða pör, vinna slíkar innsetningar í Sláturhúsið á Egilsstöðum, en einnig hafa verið valin 4 prógrömm frá gestasýningastjórum sem verða sýnd í nágrenninu meðan hátíðin stendur; á Eiðum, í Skaftfelli á Seyðisfirði, á Skriðuklaustri og í Þekkingarsetri Austurlands á Egilsstöðum.

700is.jpg

Lesa meira

Kosningar hjá Samtökum iðnaðarins

Iðnþing Samtaka iðnaðarins stendur nú yfir á Grand hótel. Rétt í þessu var tilkynnt um niðurstöðu úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI, og var kosningaþátttaka 74,07%. Helgi Magnússon var kjörinn formaður með yfir 92% atkvæða. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi var kjörinn nýr í stjórn SI og Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabergi ehf. og Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli í ráðgjafaráð SI.

samtk_inaarins.gif

Lesa meira

Atvinnumálaþing á föstudag

Atvinnumálaþing verður haldið föstudaginn 6. mars kl. 14.00 - 17.00, í Valaskjálf, Egilsstöðum. Á fundinum flytja framsögur formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs og fulltrúar atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Atvinnurekendur og íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í mikilvægri umræðu um atvinnulífið.

215307_63_preview.jpg

Lesa meira

Athafnasemi í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði

Á þriðjudag opnaði formlega nýtt námsver Þekkingarnets Austurlands á Reyðarfirði. Er það í húsi AFLs starfsgreinafélags að Búðareyri 1, í byggingu sem nú er byrjað að kalla ,,fróðleiksmolann,“ og má segja það nafn með rentu. Námsverið tók til starfa í janúarlok. Starfsemi ÞNA í húsinu verður mjög fjölbreytt.

raunfrnimatstskrift_vefur.jpg

Lesa meira

Mjóifjörður sambandslaus

Bilun kom upp í radíósambandi á vegum Mílu á Gagnheiði á Austurlandi. Þetta veldur því að Mjóifjörður er sambandslaus. Viðgerð er ekki hafin, sökum veðurs og færðar, samkvæmt upplýsingum frá Mílu.

Skýrsla um grisjun á Hallormsstað

Út er komin ný skýrsla um vélvædda grisjun á Íslandi eftir þá Christoph Wöll og Loft Jónsson í samstarfi við PELLETime. Þar sem skógar á Íslandi eru enn ungir hefur ekki verið eins mikil þörf á grisjun og er í skógum víða annars staðar. Ljóst er hins vegar að meira verður grisjað á næstu árum og áratugum en gert hefur verið áður og því er full ástæða til að skoða alla nýja tækni sem möguleiki er á að nýta við grisjun. 

 

Lesa meira

Ófærð og hættur við Hálslón og Kárahnjúka

Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu. Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk. Vegur úr Fljótsdal að Kárahnjúkum er lokaður og verður ekki ruddur fyrr en í vor þegar verktakar hefja lokafrágang í nágrenni stíflanna.

desjarstifla1_27-2-2009.jpg

 

Lesa meira

Ríflega hundrað milljóna króna gjaldþrot

Kröfur upp á ríflega 125 milljónir króna stóðu út af borðinu þegar lokið var við skipti á þrotabúi Tröllaborga ehf. í Neskaupstað fyrir skemmstu.

Lesa meira

Förufálki í snjóflóðavarnargörðum

Nokkrar ábendingar hafa komið  inn á borð starfsfólks Náttúrustofu Austurlands um að haförn hafi sést við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað síðastliðna helgi og einhverjar myndir náðust af fuglinum.
Kristín Ágústsdóttir, starfsmaður NA, fór  af stað en fuglinn var þá á bak og burt. Eftir að hafa skoðað myndir sem náðust af fuglinum kom í ljós að örninn var nokkuð fálkalegur ásýndar og staðfesti Skarphéðinn G. Þórisson hjá NA að þarna var á ferðinni fálki.

gtotem_falcon.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.