Fjarðaportið byrjar vel

Hundruð manna lögðu leið sína í Fjarðaportið sem opnaði á sunnudaginn 1. mars og var fólk almennt ánægt með framtakið og hvernig lukkaðist.  Það seldist vel í öllum 16 básunum sem buðu fjölbreytt vöruúrval. Það seldist allt upp hjá fisksölunum og kleinur og rúgbrauð kláruðust í kleinubásnum. Það var einnig mikið verslað í Nytjamarkaðnum og umboðssölunni.

1303_10_7---fruit-and-vegetable-market--lucerne--switzerland_web.jpg

Lesa meira

Eldur í Hlíðargötu í Neskaupstað

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út Kl. 16:36 í dag að efri hæð í tveggja hæða tvíbýlishúsi að Hlíðargötu í Neskaupstað. Þar hafði orðið vart við mikinn reyk í íbúð á efri hæð. Reykkafarar fóru  inn í húsið til leitar og slökktu eld við eldavél og í eldhúsinnréttingu. Neðri hæð hússins var strax rýmd. Einn íbúi var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun. Skemmdir urðu vegna elds við eldavél og í eldhúsinnréttingu. Hiti og reykur barst upp í þakrými um viftustokk auk þess sem sót barst um alla íbúðina. Að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta íbúðina.

11_27_5---flames_web.jpg

Hin dýrslega spenna

Það er eitthvað magnað við tónlist hins skoska Charles Ross, tónskálds á Eiðum. Eins og hann leiti niður á milli hvers einstaks tóns og dragi þaðan upp úr djúpum aldanna tungumál eða tilfinningu sem mannssálin hefur gleymt í tímans rás; hljóð, skynjun, spennu, sem var til áður en tungutak mannsins þróaðist. Hann segist vera á þeim slóðum í tónsköpun sinni nú, en hann hefur samið fjöldan allan af tónverkum.

stelkur_1.jpg

Lesa meira

Engin einasta loðnupadda á land

Aðalsteinn Jónsson kom síðastliðinn föstudag tómur til Eskifjarðar en skipið var búið að frysta 1000 tonn af loðnu sem var landað í Hafnarfirði. Segir á vef  Tandrabergs ehf. að það hljóti að vera sögulegur atburður þegar ekki kemur ein einasta loðnupadda á land á Eskifirði og væntanlega í fyrsta skipti í 27 ár sem slíkt gerist. ,,Það er deginum ljósara að Eskfirðingar hefðu ekki klárað sig af öðrum eins skakkaföllum ef ekki hefði notið við álvers í Reyðarfirði, en alltaf kemur það betur í ljós hversu mikilvægt verið er fyrir okkur,“ segir á vefnum.

adalsteinn_330974.jpg

Lesa meira

Segir ekki um uppsagnir að ræða

Vegna fréttar um að starfsmönnum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í áhaldahúsum á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði og Stöðvarfirði og skrifstofufólki á Norðfirði og Reyðarfirði hefði verið sagt upp fyrir helgina, hafði Helga Jónsdóttir bæjarstýra samband við vefinn. Segir hún að ekki hafi verið um uppsagnir að ræða heldur hafi föstum umframkjörum allra starfsmanna sveitarfélagsins verið sagt upp. Verði viðbótarkjör tekin til endurskoðunar með það að markmiði að lækka launakostnað um 10% og jafna kjör milli fólks. Helga segir markmiðið að ljúka endurskoðun allra fastasamninga í mars. Hún segir að áður en þessar aðgerðir voru kynntar starfsfólki hafi hún átt fundi með forsvarsmönnum stéttarfélaganna ; AFLs, FOSA og Starfsmannafélags Fjarðabyggðar.  ,,Ég varð ekki vör við annað en fullur skilningur væri á stöðunni og mönnum þætti sú leið sem fara á málefnaleg og gæta meðalhófs,“ segir Helga.

 fjaragbyggarlg.jpg

Lesa meira

Oddsskarð opið milli 11 og 16

Missagt er í Austurglugganum þessa viku um opnunartíma skíðasvæðisins í Oddsskarði. Skal áréttað að opið er á milli kl. 11 og 16 um helgar og virka daga milli kl. 17 og 20. Topplyftan verður höfð opin um helgar og frídaga frá 1. mars. Á vefsíðu Oddsskarðs segir að nú sé þar tæplega tveggja stiga frost og vestnorðvestan 0,9 metrar. Búið er að troða gil, æfingabakka og sunnan við topplyftu og einnig við byrjendalyftu. Aðrar brekkur verði ekki troðnar í dag. Vegna snjóflóðahættu er Magnúsargil merkt með borða þar sem það er lokað og má alls ekki fara undir Oddsskarð eða ofan við byrjendalyftu. Gott veður og færi er nú einnig í Stafdal við Seyðisfjörð.

oddsskar_2_lvefur.jpg

Hjálparstarf kirkjunnar hlýtur styrk úr Samfélagssjóði Alcoa

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, afhenti í gær Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar 5,8 milljón króna framlag Samfélagssjóðs Alcoa í Bandaríkjunum til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfsins. Hjálparbeiðnum þangað hefur fjölgað um 300%.tmas_mr_og_hjlparstofnun_kirkjunnar_vefur.jpg

Lesa meira

Breytt stjórnsýsla Fljótsdalshéraðs

Umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs tóku gildi í dag. Stjórnsýslunefndum á vegum sveitarfélagsins fækkar um þrjár.

 

Lesa meira

Búnaðarþing 2009 hefst á morgun

Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst sunnudaginn 1. mars og stendur til miðvikudagsins 4. mars. Búnaðarþing verður sett með viðhöfn á sunnudaginn en yfirskrift setningarathafnarinnar er „Treystum á landbúnaðinn“. Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem meðal annars verður fjallað um mál sem tengjast ESB-umræðu, raforkuverði, matvælaöryggi, fjármagnskostnaði og rekstrarumhverfi bænda.

bndasamtk_slands_merki.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.